Skip to main content

Því meira sem tímarnir breytast því minna breytist þegar allt kemur til alls. Þriðja árið í röð er hið spænska lággjaldaflugfélag Vueling að bjóða lægstu fargjöld til Barcelona á Spáni. Miklar hækkanir hjá Icelandair.

Hinir fjórir fræknu en misfræknu þó.

Hinir fjórir fræknu en misfræknu þó.

Fararheill fylgist grannt með verðlagi á ferðum til Spánar og þá ekki síst til hinnar ljúfu Barcelona sem flestum finnst dýrðlegt að heimsækja. Undanfarin ár höfum við í lok árs eða í byrjun árs kannað hvaða flugfélag býður lægstu fargjöldin til spænsku borgarinnar að sumarlagi og með einni eða tveimur undantekningum hefur Vueling haft vinninginn.

Svo er einnig nú. Ný úttekt leiðir í ljós að lægsta verð aðra leiðina með sköttum, gjöldum og tösku finnst júní, júlí og ágúst hjá spænska flugfélaginu þegar þetta er skrifað. Sjá má niðurstöðurnar hér að neðan en leitað var samtímis á vefum Wow Air, Vueling, Icelandair og Primera Air kl. 13:50 þann fjórtánda janúar 2015. Áréttað skal að breytingar á fargjöldum eru örar.

Til samanburðar má skoða þetta hér frá því fyrir rúmu ári síðan. Þar vantar reyndar Primera Air en sýnir þó glögglega að fargjöld Icelandair hafa hækkað töluvert á röskum tólf mánuðum en aðrir hafa að mestu haldið hækkunum í skefjum. Vert er að hafa í huga að fyrir ári var eldsneytisgjald Icelandair mun hærra en nú sem gerir verðmuninn næsta glæpsamlegan. Slá má nokkuð föstu að það er ekki að skila sér í neinni lækkun á fargjöldum þeirra.

* Öll verð í krónum. Fargjöld Vueling reiknuð yfir samkvæmt miðgengi dagsins. Önnur leið með einni tösku og öllum sköttum og gjöldum. Hafa skal í huga að Icelandair leyfir 23 kg tösku en aðrir 20 kg. Myndir Andy Mitchell/Aero Icarus/Javier Pedreira/Doug