Hvað höfum við fyrir okkur í því kann forvitinn að spyrja?
Þrennt 🙂
Þetta litla land á þessari litlu eyju er gjaldþrota. Davíð Oddsynir þessa lands reyndu að gera landið algjörlega óháð innflutningi á landbúnaðarvörum með því að banna innflutning á fjöldi hluta og meðal annars á tilbúnum áburði. Gallin helst sá að þeir plebbanir voru ekki alveg jafn fyndnir og Oddsson Íslendinga og að lítið vex í 35 stiga meðalhita nema því sé hjálpað með áburði eða vatni. Sem hvoru tveggja eru ekki einu sinni af skornum skammti í landinu heldur ekkert.
Ekki fráleitt framtak per se sé mið tekið af þeirri staðreynd að það eru yfirleitt aðeins bandarísk einokunarfyrirtæki sem njóta góðs af áburðarvörum á heimsvísu og tilbúinn áburður er stór mengunarþáttur á heimsvísu. En algjörlega fráleitt er að reyna að koma þessu í framkvæmd á fimm mínútum sléttum í bláfátæku landi sem á allt sitt undir útflutingi. Ergo; stjórnvöld hrakin frá völdum og fólk farið að svelta.
Það vitaskuld miður. En…
Fyrir vikið kostar algjörlega klink og kanil að heimsækja Srí Lanka og verður líklega næstu misseri og jafnvel ár. Við erum að tala um að heimsókn til Srí Lanka, sem tæknilega er ekkert annað en eyja undan fátæka Indlandi þar sem flest er hræbillegt fyrir íslenska plebba. Nema á Srí Lanka kostar allt 20 prósent minna en á Indlandi.
Og svo er það með þetta fornkveðna að eins dauði er annars brauð. Það á við um Srí Lanka þessi dægrin og líklega töluvert fram í tímann. Hér eyja á pari við geysivinsælar eyjur Indónesíu á borð við Balí en þó verðlag sé almennt brandari í Indónesíu er það megabrandari á Srí Lanka. Verðlag hér er ekki aðeins, þessa stundina, 40% lægra en á Balí heldur og 25% lægra en almennt í Indlandi.
En þó Srí Lanka sé tiltölulega lítil eyja er hér súpergnótt af dýrum og plöntum sem finnast óvíða annars staðar. Þetta er mekka dýraáhugafólks í orðsins fyllstu.
Drífa sig! Gættu þess aðeins að heimafólk er mjög gjarnt á að svindla og svína sé þess kostur. Það fullkomlega eðlilegt þegar velflestir lifa á hungurmörkum daginn út og inn.