Það þarf því engum að koma á óvart að bæði í París og í London er í boði að taka svokallaðar Da Vinci gönguferðir þar sem farið um um þau svæði sem koma við sögu í bókinni. Er þetta fín leið fyrir aðdáendur að eyða tveimur til þremur klukkustundum á borgunum tveimur.
Tekið skal fram að ekki er brýn þörf að kaupa leiðsögn heldur má tiltölulega auðveldlega rata um alla áfangastaðina með góðu korti og tíma fyrir sér.
London túrinn: Gengið er um Tower brúna margfrægu að Þjóðargalleríinu, National Gallery, en aðgangur að því er jafnan ókeypis. Þaðan að bókasafni King´s College og síðan í St.James´s garðinn sem er elsti konunglegi garðurinn í borginni. Westminster Abbey er næst á dagskrá og að því loknu að höfuðstöðvum Opus Dei í London sem er staðsett í Orme Court beint á móti Kensington garðinum. Endað á Biggin Hill flugvellinum. Tveir síðasttöldu staðirnir eru þó ekki alveg í göngufæri frá miðbænum.
Parísar túrinn: Sá hefst við Ritz hótelið og þaðan gegnum Jardin des Tulieres garðinn. Louvre safnið er næst á dagskrá og er þaðan haldið yfir Pont des Artes brúna inn St.Germain hverfið þar sem kirkja St.Germain des Pres verður heimsótt að lokum.