F lestir munu mætavel eftir gríðarlegum vinsældum bókarinnar og kvikmyndarinnar upp úr sögu Dan Brown: Da Vinci lyklinum en vart var um annað talað um margra mánaða skeið fyrir nokkrum árum síðan en þá sögu.

Það þarf því engum að koma á óvart að bæði í París og í London er í boði að taka svokallaðar Da Vinci gönguferðir þar sem farið um um þau svæði sem koma við sögu í bókinni. Er þetta fín leið fyrir aðdáendur að eyða tveimur til þremur klukkustundum á borgunum tveimur.

Leónardó var ekki allur þar sem hann var séður

Leónardó var ekki allur þar sem hann var séður

Tekið skal fram að ekki er brýn þörf að kaupa leiðsögn heldur má tiltölulega auðveldlega rata um alla áfangastaðina með góðu korti og tíma fyrir sér.

London túrinn: Gengið er um Tower brúna margfrægu að Þjóðargalleríinu, National Gallery, en aðgangur að því er jafnan ókeypis. Þaðan að bókasafni King´s College og síðan í St.James´s garðinn sem er elsti konunglegi garðurinn í borginni. Westminster Abbey er næst á dagskrá og að því loknu að höfuðstöðvum Opus Dei í London sem er staðsett í Orme Court beint á móti Kensington garðinum. Endað á Biggin Hill flugvellinum. Tveir síðasttöldu staðirnir eru þó ekki alveg í göngufæri frá miðbænum.

Parísar túrinn: Sá hefst við Ritz hótelið og þaðan gegnum Jardin des Tulieres garðinn. Louvre safnið er næst á dagskrá og er þaðan haldið yfir Pont des Artes brúna inn St.Germain hverfið þar sem kirkja St.Germain des Pres verður heimsótt að lokum.