H allgrímskirkjan okkar er 75 metra há. Hæsta hengibrú Evrópu er 500 metrum fyrir ofan djúpt gil sem aftur er í þrjú þúsund og þrjú hundruð metra hæð yfir sjávarmáli. Spennandi ekki satt.
Titlis Rotair heitir göngubrúin atarna sem opnuð var með smá pompi og prakt í lok árs 2012.
Hún hangir í Titlis fjalli hátt uppi í svissnesku Ölpunum en fyrir utan að brúin er hengibrú og sveiflast því töluvert með sterkum vindum sem hér blása þá er breidd hennar aðeins einn metri. Það þarf því nokkuð sterkar taugar til að rölta þar yfir án þess að fá aðsvif.
Brúin var reist til að minnast þess að hundrað ár eru liðin síðan lyftukláfur fór sínu fyrstu ferð upp Titlis fjall sem er vinsælt meðal fjallagarpa og útivistarfólks.