Á Hawaii eru þó nokkrir verndaðir þjóðgarðar. Brátt mun kosta drjúgan skilding að stíga þar inn fæti. Mynd Visit Hawaii

K aninn gerir um það bil 99 prósent allra hluta vitlaust. En það sem eftir liggur kunna þeir fram í fingurgóma.

Líklegra er en ekki að á næstu mánuðum bætist aukagjald á alla þá sem vilja heimsækja þjóðgarða landsins. Aukagjald upp á litlar átta þúsund krónur eða svo.

Á Hawaii og í Óregon stendur til að setja svokallað „grænt gjald“ á alla gesti þjóðgarða þessara staða. Deila má um hversu grænt gjaldið er enda ekki morgunljóst að það fjármagn fari beinlínis til verndunar umræddra svæða. Það sem ekki er hægt að deila um er að það verður fokdýrt. Á þessu stigi er miðað við 50 til 60 dollara per kjaft sem gerir rúmar 7.500 krónur íslenskar miðað við stöðuna nú.

Sannarlega aldrei jákvætt að geta ekki heimsótt fögrustu staði á ferðalagi án þess að punga eilíft út. En hundrað prósent jákvætt að taka gjald fyrir staði sem eru það merkilegir að þjóðir ákveða að þeir verði þjóðgarðar. Það eru jú ekki nema allra merkustu náttúrulegir staðir hverrar þjóðar sem fá þann stimpil og þá staði þarf vitaskuld að vernda enn meira en aðra.

Ekki svo að skilja að átta þúsund kallinn komi þér inn á staðinn því „græna gjaldið“ er bara viðbót við almennt aðgöngugjald plús skatta og skyldur. Óhætt að gera ráð fyrir tólf til þrettán þúsund krónur per mann að sækja heim perlur Hawaii, Óregon og hugsanlega fleiri staða í náinni framtíð.

En höldum endilega áfram að gefa frítt inn í þjóðgarða Íslands. Þjóðgarða sem eru þúsund sinnum merkilegri náttúrufræðilega en þjóðgarðar Bandaríkjanna…

Óhrædd að brúka tífaldan heimsmeistara í hótelbókunum samkvæmt World Travel Awards hér að neðan. Það okkar eina fjáröflunarleið 🙂