Á Kanarí, sandströnd sem er ekki við sjó

Á Kanarí, sandströnd sem er ekki við sjó

Það er afskaplega rík hefð fyrir því hjá móður náttúru að hafa sandstrendur sem allra, allra næst sjávarmáli svona heilt yfir. Á því er þó minnst ein undantekning. Þeir eru fáir sem láta sig hafa þvæling um vesturströnd Kanarí, Gran Canaria, þegar dvalist er á þeirri ágætu eyju. Það helgast fyrst og fremst af því … Continue reading »

Á þessum stað á Spáni margborgar sig að drekka áfengi

Á þessum stað á Spáni margborgar sig að drekka áfengi

Getur það verið satt að fólk geti lifað allgóðu lífi og sparað tugþúsundir króna í mat með því einu að drekka áfengi og það tvisvar til þrisvar hvern einasta dag? Þó farið hafi batnandi síðustu árin er áfengisdrykkja heimavið oftar en ekki litin hornauga. Í siðuðum löndum þykir hins vegar alls eðlilegt að „fá sér” … Continue reading »

Svo þú hélst að þú þekktir hvern krók og kima á Kanarí…

Svo þú hélst að þú þekktir hvern krók og kima á Kanarí…

Foreldrar eins úr ritstjórn hafa dvalið á Kanarí árlega í 30 ár eða svo. Þau búin, að eigin sögn, að skoða eyjuna atarna í þaula þann tíma. En gömlu hjónakornin áttu ekki orð eftir að hafa séð eitt nýlegt myndband frá eyjunni. Það er bæði auðvelt og ódýrt að fara í skoðunarferðir um Kanarí, Gran … Continue reading »

Tungumálatólin orðin lygilega góð

Tungumálatólin orðin lygilega góð

Þú í Senegal og vantar aukakodda upp á herbergið. Eða þú í fjallasölum Úkraínu og þarft að vita hvort súpan sé glútenlaus. Eða þú færð slöngubit í frumskógum Brasilíu og þarfnast hjálpar hið snarasta. Þó fjölmargir í heiminum kunni einhver skil á ensku, spænsku, þýsku eða kínversku er enn sáraauðvelt að lenda í veseni og … Continue reading »

Hversu heillandi er Hong Kong? Svona heillandi

Hversu heillandi er Hong Kong? Svona heillandi

Það getur verið dálítið erfitt að fylla hjartað af unun og gleði í nútímalegum stórborgum með sína fráhrindandi stálturna og fólk á götum úti sem er frosnara en sjávarútvegsráðherra að svara spurningum um Samherja. En viti menn! Sumar borgir, sem virðast algjörlega gleðisnauðar við fyrstu sýn, reynast vera svo troðnar af forvitnilegu fólki, sem lætur … Continue reading »

Aðalbrautarstöð Mílanó felur bitra sögu

Aðalbrautarstöð Mílanó felur bitra sögu

Undir eðlilegum kringumstæðum fara 300 þúsund manns daglega um meginlestarstöðina í Mílanó á Ítalíu. Stöðin sú með öðrum orðum pökkuð 365 daga á ári enda þaðan ferðir til allra helstu borga og bæja landsins. En það er hending ef þú sérð eina einustu sálu á merkilegasta brautarpalli þeirrar stöðvar. Aðallestarstöð Mílanó er ekki allra. Þar … Continue reading »

Barningur og brambolt en Norwegian ætlar samt með okkur til Spánar í vetur

Barningur og brambolt en Norwegian ætlar samt með okkur til Spánar í vetur

Guði sé lof fyrir flugfélagið Norwegian. Fyrirtækið verið á nippinu fjárhagslega um margra mánaða skeið en sjá samt tækifæri í að bjóða Íslendingum flugferðir til Spánar í vetur. Ekki alveg glænýjar fréttir en fréttir hætta ekkert að vera góðar þó farið sé að slá aðeins í þær. Flugfélagið Norwegian, sem er aðeins á lífi vegna … Continue reading »

Golfferð til Spánar hvað sem tautar og raular

Golfferð til Spánar hvað sem tautar og raular

Þeir margir kylfingarnir þarna úti sem þrá heitar en nokkuð annað að komast í golf í hita og Miðjarðarhafsblástri. Ferðaskrifstofa skítaplebbans Andra Más Ingólfssonar til bjargar hvað sem kóróna tautar og raular. Merkilegt má heita að það eru tvær ágætar golfferðir í boði hjá nýrri ferðaskrifstofu Aventura þessi dægrin og það strax í næsta mánuði. … Continue reading »

Kannski hefur Icelandair nú efni á að endurgreiða viðskiptavinum sínum

Kannski hefur Icelandair nú efni á að endurgreiða viðskiptavinum sínum

Merkilegt nokk tókst nýafstaðið hlutafjárútboð Icelandair merkilega vel og fyrirtækið situr nú að 23 milljörðum króna sem það átti ekki áður. Nú er aldeilis tíminn til að gera loks upp við þær þúsundir viðskiptavina sem hafa beðið eftir endurgreiðslu frá fyrirtækinu um margra mánaða skeið. Fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki, íslensk og erlend, hvers forsvarsmenn bjuggust ekki við … Continue reading »

Fimm brilljant spænskar hátíðir sem þú hefur aldrei heyrt talað um

Fimm brilljant spænskar hátíðir sem þú hefur aldrei heyrt talað um

Enn einn dagurinn flatmagandi á spænskri sólarströnd ekki að gera sig? Það eru jú takmörk fyrir hvað við nennum að liggja marflöt og bora í nefið eða losa sundfötin úr skorunni ekki satt? Þá óvitlaust að halda á vit ævintýra og á Spáni eins og víðast hvar við Miðjarðarhafið eru veislur og hátíðarhöld jafn mikill … Continue reading »

Þess vegna ættu skíðaunnendur að leggja Formigal á minnið

Þess vegna ættu skíðaunnendur að leggja Formigal á minnið

Nákvæmlega ekkert að því að setja undir sig skíði eða bretti á einhverjum af þeim hundruðum fimm stjörnu skíðastaða í Alpafjöllum. Nema kannski að þeir staðir eru fokdýrir og aðeins fyrir það þunna lag samfélagsins sem greiðir aðeins 16% skatt af fjármagnstekjum. Nær lagi fyrir okkur hin að leggja leið okkar til Formigal á Spáni. … Continue reading »

Fátækt og örbrigð en í Moldóvu finnst samt stærsti vínkjallari heims

Fátækt og örbrigð en í Moldóvu finnst samt stærsti vínkjallari heims

Það þarf snert af ævintýramennsku í blóðinu til að velja Moldóvu, eða Moldavíu, sem næsta áfangastað erlendis á kostnað enn einnar sólarferðar til Tenerife. En þrátt fyrir einhverja mestu fátækt í Evrópu er margt þar hreint kostulegt. Til dæmis lengsti vínkjallari heims. Langlengsti! Það gæti kætt drykkfellda Íslendinga en ekki síður hina sem kunna sér … Continue reading »

Hvað ef bjóráhugafólk fílar ekki Októberfest í Munchen?

Hvað ef bjóráhugafólk fílar ekki Októberfest í Munchen?

Góð ráð eru yfirleitt dýr segir máltækið. En máltæki geta verið röng eins og allt annað undir sólinni 😉 Engum blöðum um að fletta að ef þú ert bjóráhugamaður eða kona er mekka heimsins Októberfest í Munchen í september og október ár hvert. En heimsókn þangað hefur ýmsa galla í för með sér. Í fyrsta … Continue reading »

Topp fimm að sjá og gera í Frankfurt

Topp fimm að sjá og gera í Frankfurt

Það missir sennilega enginn þvag niður fótlegginn af því að hugsa til borgarinnar Frankfurt í Þýskalandi. Sú almennt meira tengd viðskiptum og fölum jakkafataplebbum en gleði og glamri. En hún á samt sína ágætu spretti. Lesa má um borgina í þaula hér en í stuttu máli er þetta fjarri því leiðinlegur áfangastaður svona í tvo … Continue reading »