Tíðindi

Loksins beint flug til Malaga á Spáni

  28/10/2011desember 6th, 2014No Comments

Staðfest er að næsta sumar gefst íslenskum ferðalöngum loks tækifæri til að fljúga beint frá Íslandi til annarra áfangastaða en Alicante og Barcelona en það hafa verið einu staðirnir á Spáni undanfarin ár sem Icelandair og Iceland Express hafa flogið nokkuð reglulega til.

En nú hefur Primera Air, í eigu Andra Más Ingólfssonar sem einnig á Heimsferðir, staðfest að flugfélagið muni hefja beint áætlunarflug frá Íslandi til Tenerife og Malaga á Spáni og Billund í Danmörku frá næsta sumri.

Eru þetta hinar bestu fréttir því flugfélagið segir í tilkynningu að þó samningar séu við ferðaskrifstofuna Heimsferðir, mjög óvænt, um að flytja farþega þeirra verða líka í boði flugsæti fyrir aðra til þessara þriggja staða.

Virðast margir aðilar sjá sóknarfæri í flugi hérlendis því varla er þverfótað fyrir fregnum af nýjum flugfélögum á næsta ári. Eitt flugfélag er staðfest og annað á hugmyndastigi. Þá skýrir DV frá því að lágfargjaldaflugfélagið easyJet hyggist hefja flug hingað næsta sumar en Fararheill.is hefur ekki fengið það staðfest frá flugfélaginu sjálfu.

Ef allt gengur fer því úrvalstíð í hönd fyrir íslenska ferðalanga með samkeppni og alles.