
Mörg hundruð ára gamlar minjar finnast um allt á sjávarbotni Baiae.
Sjávargarðurinn kallast Baiae, sem er það latínska nafn sem fornir gáfu svæðinu og dekkar um 177 ferkílómetra svæði alls.
Baiae var á sínum tíma toppstopp fyrir alla sem eitthvað þóttu merkilegir þegar rómverska stórveldið var upp á sitt besta og helsta ástæðan sú að hér finnast fjölmargar heitar náttúrulaugar. Bað í slíkum unaði þótti fornum Rómverjum ekki síðra en okkur nú í nýtísku heitum pottum í afdölum í Dýrafirði.
Það voru einmitt jarðhræringar undir niðri á 4. öld sem ollu því að öll herlegheitin fóru undir sjó þegar laus sandbotninn gaf sig út á sjó. Þess vegna finnast nú fornar gersemar á sex metra dýpi örskammt frá landi og bæði köfun og bátsferðir í boði á staðnum.
Nú á dögum er þetta forna Beverly Hills mitt á milli borganna Pozzuoli og Bacoli sem eru skammt til vesturs frá hinni ágætu Napólí.