Ólíkt öðrum „alþjóðaflugvöllum“ landsins á Akureyri og í Keflavík getur Egilsstaðaflugvöllur ekki státað af reglulegu áætlunarflugi út í heim og aftur. Allar tilraunir til að koma slíku á koppinn hafa mistekist heldur hrapallega.
Á stundum sýna stöku stærri ferðaskrifstofur landsins aumur á þeim fáu plebbum sem á Austurlandi kjósa að búa og auglýsa ferðir frá Egilsstöðum beint út í heim. Ber að lofa það framtak en…
Oftar en ekki er þar um að ræða flugferðir sem skipulagðar eru frá Keflavík eða Akureyri og Egilsstaðir hafðir með svona ef ekki tekst að troðfylla relluna frá upphafsstað. Þó alveg án þess að bjóða nokkurn einasta afslátt þó Egilsstaðir séu 20 mínútum nær norðanverðri Evrópu en Akureyri og 30 mínútum nær en Keflavík. En undantekningarlítið eru þær ferðir auglýstir með fyrirvaranum að „örfá“ sæti séu laus.
Tvö dæmi um fifferíið og fíflaganginn gagnvart Austfirðingum eru:
A) Ferðaskrifstofan TransAtlantic auglýsti þetta í héraðsfréttablaðinu Dagskránni þann 7. júní fyrir fjórum og hálfum mánuði síðan:
Viti menn! Þessar miklu vinsældir skiluðu sér í því að aðeins varð um eitt flug að ræða sem fór í loftið í morgun þann 18. október. Það var sem sagt ekkert aukaflug þessa leiðina eftir allt saman og samkvæmt samtali Fararheill við ferðaskrifstofuna fyrir nokkrum dögum síðan voru enn „laus sæti“ fjórum og hálfum mánuði eftir auglýsingu þess efnis að aðeins örfá sæti væri eftir. Eftir að hafa gert ferðaskrifstofunni tilboð um 50 þúsund kall fram og aftur fyrir flugið fengum við þau svör að TransAtlantic prúttaði aldrei um verð sín.
B) Ferðaskrifstofan Heimsferðir, í eigu svindlarans Pálma Haraldssonar lengi vel kenndum við Fons, er gjörn á að þyrla ryki í augu Austfirðinga og reyndar annarra Íslendinga reglulega. Þannig græða ferðaskrifstofur peninga virðist vera á fákeppnismarkaði.
Þann 13. júní síðastliðinn birtist þessi auglýsing í Austurglugganum:
Í byrjun síðustu viku, 11. október, kannaði Fararheill hvort enn væri laust í viðkomandi ferð til Veróna. Það reyndist vera raunin og nóg af þeim líka. Þar líka auglýst örfá sæti laus rúmum fjórum mánuðum fyrr en ekki ein einasta innistæða fyrir því bulli. Við fengum engin svör við mótttilboði okkar um 50 þúsund kall sléttan fram og aftur.
Við slíku er reyndar að búast frá fyrrnefndum Haraldssyni en illu heilli eru margir búnir að gleyma hvaða garpar og fyrirtæki riðluðust á landanum fyrir bankahrunið og nýjasta kynslóðin engu nær um hversu viðbjóðsleg manneskja Pálmi Haraldsson var og er.
Ekki láta plata ykkur…