Tíðindi

Mikið dýrara með Icelandair í nóvember

  29/10/2011desember 6th, 2014No Comments

Fargjöld aðra leiðina til London eru nálega helmingi dýrari allan nóvembermánuð hjá Icelandair en Iceland Express samkvæmt úttekt Fararheill.

Bar ritstjórn saman verð aðra leið fyrir einn fullorðinn hvern einasta dag í komandi mánuði og kemur þar glögglega í ljós að Iceland Express býður þar mun betur en Icelandair.

Einungis tvívegis allan mánuðinn nær Icelandair að bjóða lægra verð en samkeppnisaðilinn en mun oftar munar verulega á verði eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Var sú tekin saman kl. 20 laugardaginn 29. október.

Helst vekur athygli hve mjög munar á verði á stöku dögum og skjagar munurinn í rúmar 32 þúsund krónur þegar verst lætur. Þá er ekki síður athyglisvert hversu fargjöld Icelandair í byrjun mánaðarins eru mikið dýrari en fargjöld flugfélagsins í lok mánaðarins eins og einnig sést glögglega á töflunni.

Framkvæmdi Fararheill sams konar könnun fyrir september síðastliðinn og þá reyndist Icelandair standa sig betur en nú þó enginn vafi leiki á að Iceland Express býður heilt yfir hagstæðari fargjöld.

Ekki er lagt mat á gæði þjónustu við þennan samanburð heldur eingöngu litið til hvað stakt far til London kostar einn einstakling á hefðbundu almenningsfarrými.