Látum okkur nú sjá. Flug, gisting og fimm golfhringir á Tenerife fyrir 549.800 krónur á par eða flug, gisting og fimm golfhringir á Tenerife fyrir 353.000 krónur á par?

Ekkert amalegt við golfiðkun á Tenerife :) En verðið á sumum ferðum er út úr kú.

Ekkert amalegt við golfiðkun á Tenerife 🙂 En verðið á sumum ferðum er út úr kú.

Þetta hljómar einfalt. Hver fer að eyða hundruð þúsunda aukalega í sams konar ferð nema kannski þeir sem eiga svo mikla peninga að 200 kall er klink og ingenting. En þeir aðilar eru nú varla að þvælast á Tenerife mikið.

Í fyrra dæminu er um að ræða hefðbunda golfferð Heimsferða til Tenerife á næstu vikum og mánuðum. Þar flogið með hinum svörtu sauðum hjá Primera Air fram og aftur með eina tösku plús golfsett. Gist í vikutíma á fjögurra stjörnu Jardin Tropical á Costa Adeje með morgunverði plús fimm golfhringir á tveimur mismunandi golfvöllum. Verð á par alls 549.800 krónur.tengolf

Í seinna dæminu bókar þú sjálf(ur) flug með Primera Air og hendir inn tösku og golfsetti með. Fram og aftur kostar það flug kringum 61 þúsund krónur á mann eða rétt rúmar 120 þúsund krónur samtals á par. Svo ferðu beinustu leið á vef Golfbreaks.com þar sem vikulöng gisting á Jardin Tropical á Costa Adeje með morgunverði og fimm hringjum í golfi fæst niður í 615 pund eða sem nemur 115 þúsund krónum íslenskum. Par eða félagar greiða því 230 þúsund fyrir gistinguna og golfið.

Ef stærðfræðikennslan hefur borið ávöxt ættum við að fá samtöluna 350 þúsund krónur út úr seinna dæminu. Sem tennesagt 200 þúsund króna lægra verð en Heimsferðir bjóða okkur fyrir sömu ferðina ef frá er talinn fararstjóri og skutl frá hóteli að golfvelli og til baka. Skutlið kostar klink og deila má um þörf á fararstjóra í stuttri golfferð.

Sem er dapurt með afbrigðum. Þar er jú ekki eins og Heimsferðir séu ekki með sérkjör á flugsætum hjá systurfyrirtækinu Primera Air.