Skip to main content

Sé mark takandi á auglýsingaherferð Icelandair þar sem fólk var beðið að telja upp sínar uppáhaldsborgir og færa rök fyrir ber New York í Bandaríkjunum höfuð og herðar yfir aðrar borgir þær er flugfélagið flýgur til. Því gallinn á annars ágætri herferð Icelandair var að valið einskorðaðist við þá áfangastaði sem flugfélagið flýgur til.

New York er allra vinsælasta borg Íslendinga ef marka má leik Icelandair

New York er allra vinsælasta borg Íslendinga ef marka má leik Icelandair

Engu að síður skráðu 2.918 manns niður New York sem sína uppáhaldsborg. Kaupmannahöfn fékk atkvæði 2.107 einstaklinga og Orlando lenti í þriðja sætinu með 1.699 atkvæði.

Sýnir valið á Orlando kannski gallann við þessa herferð flugfélagsins því ritstjórn Fararheill fullyrðir að ekki nokkur maður hefur sérstaklega gaman að heimsækja Orlando borg. Hér eru væntanlega langflestir að meina Orlando hérað með öllum sínum skemmtigörðum, golfvöllum og góða veðri.

Tvennt í viðbót vekur sérstakra athygli ritstjórnar Fararheill. Annars vegar að þrjár norskar borgir lenda í neðstu sætunum og eru þar af leiðindi leiðinlegustu borgir sem Íslendingar heimsækja. Hins vegar að skemmtiborg á borð við Toronto í Kanada slefar ekki upp á topp 20.

Listinn í heild sinni er svona:

  1. New York, Bandaríkin, Norður Ameríka
  2. Kaupmannahöfn, Danmörk, Evrópu
  3. Orlando, Bandaríkin, Norður Ameríka
  4. London, Bretland, Evrópa
  5. Boston, Bandaríkin, Norður Ameríka
  6. Barcelóna, Spánn, Evrópa
  7. París, Frakkland, Evrópa
  8. Berlín, Þýskaland, Evrópa
  9. Minneapolis, Bandaríkin, Norður Ameríka
  10. Stokkhólmur, Svíþjóð, Evrópa
  11. Amsterdam, Holland, Evrópa
  12. Alicante, Spánn, Evrópa
  13. Manchester, Bretland, Evrópa
  14. Osló, Noregur, Evrópa
  15. Seattle, Bandaríkin, Norður Ameríka
  16. Glasgow, Bretland, Evrópa
  17. Washington, Bandaríkin, Norður Ameríka
  18. Mílanó, Ítalía, Evrópa
  19. Madríd, Spánn, Evrópa
  20. Gautaborg, Svíþjóð, Evrópa
  21. Toronto, Kanada, Norður Ameríka
  22. Munchen, Þýskaland, Evrópa
  23. Helsinki, Finnaland, Evrópa
  24. Halifax, Kanada, Norður Ameríka
  25. Frankfurt, Þýskaland, Evrópa
  26. Hamborg, Þýskaland, Evrópa
  27. Brussel, Belgía, Evrópa
  28. Bergen, Noregur, Evrópa
  29. Stavanger, Noregur, Evrópa
  30. Þrándheimur, Noregur, Evrópa