Þ að ríkir samkeppni í öllu undir sólinni, með stöku undantekningum á Íslandi, og það á ekki síst við um heillandi slagorð í ferðaþjónustunni. Hástemmd lýsingarorðin eru jú ótakmörkuð auðlind og margir um hituna til að heilla nú sem flesta.

Þær eru margar borgirnar sem eiga vilja stimpilinn Feneyjar norðursins

Þær eru margar borgirnar sem eiga vilja stimpilinn Feneyjar norðursins

Þannig ættu ferðalangar margir að kannast við slagorðið Feneyjar norðursins. Ferðasalinn Wow Air notaði það lengi vel yfir Stokkhólm í Svíþjóð. Kaupmannahöfn og Sánkti Pétursborg fær líka oft þann titil í ræðum og riti.

En eins og úttekt norska dagblaðsins Verdens Gang leiðir í ljós rífast tugir staða um þennan titil sem á að segja svo mikið en gerir í raun ekki. Því stundum er miðað við fjölda síkja í borg, stundum um fjölda lækja og áa í borginni og stundum er aðeins verið að meina stemmninguna. Sem er nú ekki stórmerkileg í Feneyjum svona heilt yfir.

Engu að síður er hér listinn um þá staði sem telja sig eiga heimtingu á þessu fróma nafni Feneyjar norðursins. Kort af stöðunum má finna hér neðst.

♥ Spreewald í Þýskalandi

♥ Bornhólm í Danmörku

♥ Amsterdam í Hollandi

♥ Henningsvær í Noregi

♥ Annecy í Frakklandi

♥ Wroclaw í Póllandi

♥ Sánkti Pétursborg í Rússlandi

♥ Haapsalu í Eistlandi

♥ Isle sur la Sorgue í Frakklandi

♥ Brantôme í Frakklandi

♥ Friedrichstadt í Þýskalandi

♥ Brügge í Belgíu

♥ Aveiro í Portúgal

♥ Kampa í Tékklandi

♥ Chania í Grikklandi

Merkilegt nokk eru líka margar borgir sem brúka nafnið Feneyjar norðursins þó þær séu mun sunnar en sjálfar Feneyjar. Þar á meðal eru:

♥ Alappuzha í Indlandi

♥ Suzhou í Kína

♥ Bangkok í Tælandi

♥ El Gouna í Egyptalandi

♥ Nan Madol í Mikrónesíu


View Feneyjar norðursins in a larger map