Skip to main content

Við höfum ekkert gaman að því að segja við neinn að við sögðum ykkur það. En nú þegar stefnir í verulegar tafir á öllum flugum Wow Air þann 22. september og líklega lengur en það þá getum við ekki orða bundist. Við sögðum ykkur það.

Miklar tafir á flestum flugleiðum Wow Air. Tafir þýða bætur til handa farþegum.

Miklar tafir á flestum flugleiðum Wow Air. Tafir þýða bætur til handa farþegum.

Farþegum flugfélagsins sem flug eina þennan dag er nokkur vorkunn. Miðað við upplýsingatöflu á Keflavíkurflugvelli má gera ráð fyrir töfum á nánast öllum ferðum Wow Air til og frá. Þriggja til fjögurra stunda tafir virðist vera normið svona fljótt á litið.

Eins og komið hefur fram hjá Fararheill þá aflýsti Wow Air flugi til og frá Boston á mánudaginn var án útskýringa og flugfélaginu hefur ekki tekist að fá varavél nógu fljótt til að koma í veg fyrir keðjuverkun og tafir annarra véla í kjölfarið.

Þetta er sem sagt copy-paste frá því í júní í sumar þegar önnur vél flugfélagsins bilaði með þeim afleiðingum að flug næstu viku á eftir var töluvert á eftir áætlun eins og við fjölluðum um hér.

Nú, eins og þá, hvetjum við alla farþega til að ganga á eftir bótum. Bætur detta inn þegar þriggja stunda töf verður á flugi en þær verður að sækja og stundum með hörðu. Fyrsta skrefið að fara fram á það við flugfélagið strax og ef það gengur ekki að leita til Samgöngustofu. Bótaupphæðin fer eftir lengd tafar og lengd flugs en er kringum 40 þúsund krónur að lágmarki.

wowseink