Skip to main content

Afar athyglisverða færslu er að finna á fésbókarvef Icelandair. Þar undrast erlendur aðili að finna hvergi auglýst lægsta verð á flugi frá Kanada og biður um aðstoð. Þjónustudeild Icelandair viðurkennir þá fúslega að það geti vel verið að lægstu auglýstu fargjöld séu einfaldlega ekki til.ch8

Skjáskot má sjá hér til hliðar og ef þetta kemur ekki blóðinu til að renna aðeins hjá Neytendastofu er okkar vegna í lagi að leggja hana niður.

Í svarinu segir „…it is possible that these fares have sold out„ eða á hinu ylhýra að þau fargjöld sem Icelandair auglýsir sem sín lægstu séu löngu uppseld.

Lögum samkvæmt er kýrskýrt að enginn aðili má auglýsa vöru á verði sem ekki finnst þegar eftir er leitað. Eðlilega enda gætu þá allir hent út alls kyns auglýsingum sem engar ættu sér stoðir í raunveruleikanum án eftirmála.

Lítill vafi getur leikið á því að sé þetta raunin á Bandaríkjavef Icelandair er ekki ólíklegt að lægstu auglýstu fargjöld á íslenskum vef þeirra séu líka tómt blöff.

Þetta rennir stoðum undir úttekt sem Fararheill gerði snemmsumars 2015 þar sem við leituðum að auglýstum lægstu fargjöldum Icelandair. Um þá úttekt má lesa hér.