Ekki er nema mánuðir síðan við gagnrýndum ferðaskrifstofuna GB ferðir fyrir afar dýra golfpakka þeirra til Belfry á Englandi eins og lesa má um hér. Kannski hafa menn þar á bæ tekið gagnrýnina til sín því nú hefur ferðaskrifstofan lækkað verð á golfpökkum sínum.

Góður afsláttur á golfpökkum til Bretlands hjá GB ferðum

Góður afsláttur á golfpökkum til Bretlands hjá GB ferðum

Verð á sömu ferðum þeirra og auglýstar voru á 170 þúsund krónur á mann fyrir skemmstu, eins og lesa má um hér, fást nú niður í 139.000 krónur á mann miðað við tvo saman. Það er 22 prósenta lækkun eða 60 þúsund króna lækkun miðað við hjón eða par og verður að gefa GB lof í lófa fyrir það. Góður afsláttur á góðum ferðum.

Sjálfsagt að kíkja á tilboð þeirra hér. Belfry er einn þekktasti golfvöllur heims og ekki að ástæðulausu.