Skip to main content

Æ, hvað við vorum að vona að flugfélag sem kennir sig við landið, á okkur fólkinu í landinu að þakka að það lifði af efnahagshrunið 2008 í ofanálag við að raka inn fleiri seðlum en nokkurn tíma í sögunni sýndi nú eins og einu sinni lit gagnvart sama fólki.

Biblían minnist lítið á rýrnun sem er það sem jólapakkar Icelandair gera um hver jól.

Biblían minnist lítið á rýrnun sem er það sem jólapakkar Icelandair gera um hver jól.

En það er afdráttarlaust nei ef marka má jólagjafabréf flugfélagsins Icelandair þessa vertíðina. Þriðja árið í röð fjölgar þeim takmörkunum og skilmálum sem þeirri gjöf fylgja og þriðja árið í röð minnkar sá tími sem fólk hefur til að nota gjöfina sína. Sömuleiðis hækka fargjöld á umræddum jólagjafabréfum enn eitt árið. Ójæja, stjórnarformaðurinn getur þá kannski í keypt sér fleiri penthouse íbúðir í sexí stórborgum á næsta ári.

Við fyrstu sýn virðist jólagjafabréf þessa risafyrirtækis barasta allgott til brúksins. Ekki sést betur en að allra lægsta fargjaldið í boði á jólaprís sé nákvæmlega það sama og það var fyrir ári síðan. Það fæst jú flug fram og aftur til London til að mynda á jólagjafaprís fyrir 31.900 krónur sem er sama verð og fyrir jólin 2013.

Dágott ekki satt? Nema ef vera skyldi að flugfélagið er nýbúið að lækka hjá sér sérstakt eldsneytisgjald. Flugið til London og heim aftur er því dýrara en fyrir ári sé það tekið inn í reikninginn.

Verra kannski fyrir þá sem slíkt jólagjafabréf fá í pakkann að easyJet er að selja flug til London og heim aftur undir þessu jólagjafverði Icelandair og það með tösku líka. Flugvélar easyJet ekki nema fimmtán árum yngri en Icelandair flýgur að meðaltali  svo það er engin samkeppni. Wow Air selur einnig flug þessa leiðina undir 31.900 krónum en þó aðeins án tösku.

Hvernig getum við fastsett að easyJet og Wow Air séu að bjóða lægra verð á sama flugi? Erum við búin að reikna það út fyrir allt árið 2015?

Alls engin þörf á því. Vegna þess að jólapakki Icelandair gildir aðeins í rúma tvo mánuði. Þiggjandi verður að bóka flug strax eftir áramótin og sá eða sú verður einnig að fljúga af stað og heim aftur í síðasta lagi 28. mars. Á mannamáli er Icelandair og reyndar Wow Air líka að selja þér ferðir á tímabili sem alla jafna er steindautt. Að frátöldum Kanaríelskendum og stöku borgarferðum eru ekki margir í dúndrandi ferðastuði í janúar, febrúar eða mars. Þetta er nánast B-vara ef svo má að orði komast.

Við gætum haldið áfram en við klykkjum út með að skilmálar þessa jólagjafabréfs Icelandair eru 21 talsins. Árið 2012 voru skilmálarnir 18. Árið 2013 voru takmarkanir 19 í heildina og 21 nú.  Þetta er hinn sanni jólaandi hjá einu stærsta fyrirtæki landsins.

Skilmálanna alla má sjá hér að neðan en klæddu þig í sloppinn og hitaðu kakó. Þetta er langur lestur.

skilm