Skip to main content

Velflestar innlendar ferðaskrifstofur bjóða fólki upp á takmarkað úrval af golfferðum. Takmarkað að því leyti að fáum dettur í hug að reyna að bjóða annað en svæði kringum Alicante annars vegar eða velli í Englandi eða Skotlandi hins vegar.

Verðsamanburður borgar sig líka hvað golfferðir varðar

Verðsamanburður borgar sig líka hvað golfferðir varðar

Má kannski segja að góð samkeppni ríki í golfferðum enda mun minni verðmunur milli ferðaskrifstofa í slíkum ferðum en annars gerist.

Fararheill hefur ítrekað bent á fína staði til að dröslast með golfsettið og nefnum við til dæmis Toronto í Kanada. En hvert sem golfara langar að fara er alltaf ráð að bera saman verð. Stór ferðaþjónustufyrirtæki erlendis bjóða hópum yfirleitt ágæta pakka á lækkuðu verði.

Það er til dæmis raunin hjá fyrirtækinu yourgolftravel.com sem segist stærst í bransanum og njóti því betri kjara en aðrir sem það láti svo viðskiptavini njóta. Hvort sem það er rétt eður ei er hægt að leita eftir frábærum golfpökkum þar bæði á stöðum sem við þekkjum mætavel og eins öðrum sem eru aðeins úr leið.

Þó það kosti alltaf millilendingu og kannski smá vesen að draga golfpoka með sér flugvalla á milli getur vel verið að verð sé einfaldlega það mikið betra að það borgi sig. Sakar ekki að skoða.