Hafi einhver velt fyrir sér að heimsækja lönd Suður Ameríku þessa síðustu og verstu veit sá hinn sami að þangað er erfitt að komast fljúgandi undir hundrað þúsund krónum að lágmarki og yfirleitt kostar flugmiðinn nokkuð meira en það og sérstaklega nú þegar stórviðburðir eiga sér stað í Brasilíu.

Átján daga sigling í nóvember með MSC Magnifica gæti verið þér að skapi.

Átján daga sigling í nóvember með MSC Magnifica gæti verið þér að skapi.

En það gleymist stundum að til er önnur leið til þessarar yndislegu heimsálfu en flug. Sigling er afskaplega ljúf leið þangað og ekki verra ef dallurinn er í lúxusklassa.

Það er einmitt ein slík ferð í boði núna á sértilboði með breskri ferðaskrifstofu og áður en fólk kynnir sér ferðalýsinguna er óhætt að ná í munnþurrkur svo fólk slefi nú ekki út um allt.

Brottför er frá Southampton í Englandi þann 11. nóvember næstkomandi og þaðan liggur leiðin til Lissabon, Tenerife, Recife, Salvador, Rio de Janeiro áður en ferðinni lýkur í Buenos Aires. Enginn áfangastaður er þreyttur, þunnur eða miðlungs. Þetta eru allt frábærar borgir að heimsækja. Jafnvel þó stoppað sé tímabundið á hverjum stað fyrir sig.

Siglingin sjálf tekur alls átján daga um borð í MSC Magnifica sem er hefðbundið nútímalegt skemmtiferðaskip. Innifalinn er allur matur og ýmsar skemmtanir og uppákomur eins og gengur en ekki drykkir. En þó margir séu eflaust þegar orðnir spenntir fyrir slíkri ferð er þó rúsínan í pylsuendanum enn eftir. Verðið á þessari ferð í innriklefa er aðeins 205 þúsund krónur miðað við miðgengi dagsins. Parið greiðir aðeins 410 þúsund samtals.

Kjósi fólk aðeins meiri lúxus og vilji fá káetu með svölum þarf aðeins að bæta 32 þúsund krónum við eða 64 þúsund samtals. Alls kostnaður þannig er því 474 þúsund krónur.

Og svona áður en þú hefur áhyggjur af því að komast heim aftur þá er innifalið í verðinu flug til baka til London og hægt er að semja um að taka það flug síðar en áætlun gerir ráð fyrir og þannig njóta tíma í Buenos Aires. Að síðustu þarf svo auðvitað að greiða fyrir flug til og frá London.

Til samanburðar má geta þess að Heimsferðir buðu eina slíka siglingu vorið 2013 en frá Rio de Janeiro til Savona á Ítalíu. Sú ferð var degi lengur auk skoðunarferða um Ríó en kostnaðurinn á mann í þeirri ferð í gluggalausum klefa var 480 þúsund krónur. Alls kostnaður á parið 960 þúsund krónur.

Allt um þetta hér en líklega er best að hafa hraðann á því slíkar ferðir seljast hratt upp.