Skip to main content

Sé það eitthvað eitt sem vefst skrambi mikið fyrir fólki á faraldsfæti er það líklega að krafsa sig gegnum ýmis þau aukagjöld sem flugfélög nútímans leggja á allt undir sólinni. Þau gjöld geta á augabragði snarhækkað verð á fluginu.

Sérfarangur kostar oft drjúgan skildinginn. Mynd Quantas

Sérfarangur kostar oft drjúgan skildinginn. Mynd Quantas

Flugfélögin vita sem er að aukagjaldafárið fer illa í almenning og kannanir hafa sýnt að flugfarþegum þykir orðið alveg nóg um aukagjaldheimtuglöð flugfélög. Aðeins er eftir að leggja gjald á klósettferðir í háloftunum og þá er ekkert eftir sem ekki er gjaldskylt. Meira að segja sú hugmynd hefur skotið upp kollinum af og til.

Fararheill gerði úttekt á aukagjöldum nokkurra flugfélaga sem hingað fljúga og tókum þar sérstaklega á algengasta búnaði sem fólk ferðast með. Skíðabúnaður, golfsett og reiðhjól er meðal þess sem margir vilja hafa með sér erlendis og í ljós kemur, aldrei þessu vant, að íslensku flugfélögin tanda sig þar æði vel í samkeppninni.

Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu er nánast undantekningarlaust sama gjald á þessum búnaði hjá öllum flugfélögunum. Hafa ber þó í huga að þetta er algjör frumskógur og hér er þetta einfaldað eins og framast er unnt. Þrjú flugfélög skera sig úr fyrir kostnað en hér skal hafa bak við eyra að SAS telur þessa muni falla undir hefðbundinn farangur og því hægt að fljúga án þess að greiða neitt aukalega. Það er aðeins ef þetta er aukafarangur fyrir utan eina stóra tösku sem greiða þarf fyrir. Sama gildir um Delta sem leyfir viðskiptavinum, eins og Icelandair, að taka tvær 23 kílóa töskur. Golfsett eða skíða mega teljast sem önnur taskan ef svo ber undir og aðeins þess utan sem greiða þarf gjald fyrir. Þá leyfir til dæmis Airberlin alls ekki íþróttabúnað sem farangur á sínum allra ódýrustu fargjöldum og það útskýrir hátt gjald þeirra. Að síðustu þá skiptir lengd flugs líka máli í einhverju tilvika.

Að þessu sögðu eru þetta gjöldin sem greiða þarf í apríl 2014 til að þvælast með íþróttafarangur meðferðis hvern legg ferðar og miðað við að greitt sé gegnum netið í öllum tilvikum: