Skip to main content

Stöku sinnum verða þeir síðustu raunverulega fyrstir. Það á til dæmis við um þá sem bóka í einum grænum kostulega sextán daga langa Miðjarðarhafssiglingu. Mínusinn þó að þú hefur aðeins viku til stefnu.

Vorið er komið við Miðjarðarhafið þó ekki bóli á því hérlendis.

Vorið er komið við Miðjarðarhafið þó ekki bóli á því hérlendis.

Fjögurra stjörnu skemmtiferðaskip leggur úr höfn frá Southampton í England þann 6. maí næstkomandi í sérdeilis fínan túr niður í Miðjarðarhafið þar sem skoppast verður milli staða á borð við Gíbraltar, Barcelóna, Rómar, Nice og Malaga svo einhverjir séu nefndir áður en ferðinni lýkur í Southampton.

Eins og gengur í slíkum ferðum er allt innifalið ef frá er talið sérstakt þjórfé og auðvitað flugið til Englands og heim aftur. En sökum þess að hér er fyrirvarinn svo lítill er á móti hægt að bóka káetu með svölum allt niður í 205 þúsund krónur á kjaft miðað við tvo saman. Samtals 410 þúsund eða svo plús flugið. Sem ekki er hátt verð fyrir langa og ljúfa siglingu.

Sjálfsagt að skoða þetta hér en hringja verður á staðinn til að ganga frá bókun. Fyrirtækið, Iglu Cruise, er virt fyrirtæki með langa reynslu.