Skip to main content

Það er jákvætt og raunar eðlilegt að fyrirtæki komi fram við viðskiptavini sína af virðingu með því að leggja spilin á borðið. Það gerði Icelandair í vikunni þegar þeir minntu vildarpunktahafa sína á að þeir punktar gætu fyrnst um áramótin.

Ekki gleyma vildarpunktum eða kortastigum. Þau fyrnast. Skjáskot

Ekki gleyma vildarpunktum eða kortastigum. Þau fyrnast. Skjáskot

Fjöldi fólks á vildarpunkta og kortastig hjá flugfélaginu og margir safna slíkum punktum og stigum sérstaklega með viðskiptum við ákveðin fyrirtæki. Flestir nýta punkta sína reglulega en þó er alltaf hópur sem er furðu lostinn eftir áramót ár hvert þegar vildarpunktastaða er allt í einu töluvert lægri en hún var.

Það skýrist af því að bæði punktarnir og stigin fyrnast reglulega og ávallt um áramót. Öll áunnin kortastig falla þá dauð til jarðar og vildarpunktar sömuleiðis sem geymst hafa lengur en fjögur ár. Allir punktar sem þú vannst þér inn árið 2011 eru sem sagt að deyja þann 31. desember.

Ráð að annaðhvort bóka ferð fyrir áramót og nota punkta til þess arna ellegar skipta þeim í gjafabréf.