Tíðindi

Icelandair otar tota

  03/11/2009maí 17th, 2014No Comments

Icelandair er stundvísasta flugfélag Evrópu samkvæmt fréttatilkynningu sem fyrirtækið hefur sent frá sér. Hefur flugfélagið aldrei áður náð viðlíka árangri en 94.5 prósent allra flugferða þeirra í septembermánuði voru á réttum tíma samkvæmt útreikningum Evrópusambands flugfélaga, AEA.

Eru þetta jákvæðar fréttir þó ekki fáist staðfesting á þeim á heimasíðu AEA. Icelandair hefur heldur ekki orðið við beiðni Fararheill.is um að fá aðgang að þeim gögnum er sanna mál flugfélagsins. Ekki er heldur að sjá annað en að fjölmiðlar landsins, sem allir birta frétt um málið, hafi neitt fyrir sér nema tilkynningu Icelandair.

Engu að síðu hefur flugfélagið almennt bætt stundvísi sína talsvert á síðustu árum enda vart annað hægt eftir að hafa verið með slakari flugfélögum álfunnar um árahríð hér áður. Ber þó að taka slíkum upplýsingum með nokkru salti enda telst það stundvísi hjá flugfélögum að seinkun sé ekki meiri en sem nemur fimmtán mínútum til eða frá. Hvergi annars staðar í öðrum geirum þjóðfélags teldist fimmtán mínútna töf falla undir stundvísi.

Fréttatilkynningin hér.

Frétt mbl.is um málið hér.

Heimasíða AEA hér.