Skip to main content

Fjórar stikkprufur Fararheill á fargjöldum til Montreal í Kanada og heim aftur leiða í ljós að þar á Icelandair ekkert erindi. Wow Air pakkar gömlu konunni saman án þess að blása úr nös í öllum tilvikum.

Icelandair ekki samkeppnishæft til Montreal samkvæmt úttekt Fararheill. Samsett mynd

Icelandair ekki samkeppnishæft til Montreal samkvæmt úttekt Fararheill. Samsett mynd

Það vita reyndir ferðalangar að óvíða í víðri veröld er ömurlegra að bóka flug en gegnum ógegnsæja bókunarvél Icelandair. Þar getur enginn fundið lægsta auglýsta verð nema þekkja forstjórann persónulega eða hafa ekkert annað að gera 365 daga á ári en þræða gegnum hvern einasta dag á bókunarvél flugfélagsins með tilheyrandi armæðu og leiðindum.

Verst er kannski að Icelandair leyfir engar sérleitir. Á vef flugfélagsins getur enginn leitað að beinu flugi sem þýðir að oftar en ekki endar fólk uppi með lægsta mögulega verð en tvær millilendingar í miðju rassgati í staðinn. Aðeins ein ástæða þess hve litla Wow Air hefur tekist að eigna sér stóran hluta markaðarins. Þar bera menn meiri virðingu fyrir viðskiptavinum en láta fólk leita úr sér lungun að heppilegu fargjaldi.

Að þessu sögðu kemur í ljós við stikkprufuúttekt Fararheill á fargjöldum til Montreal í Kanada og heim aftur að Icelandair er ekki samkeppnishæft fremur en Mjólkursamsalan. Eins og glögglega má sjá á meðfylgjandi töflu:

Fram skal tekið að um handahófskennda leit var að ræða og í engum tilvikum var um beint flug að ræða hjá Icelandair þó þangað sé reglulegt beint flug með flugfélaginu. Þar sem Icelandair gerir fólki ókleift að leita með eðlilegum hætti þá látum við niðurstöðurnar standa.

* Leitað samtímis á báðum vefum kl. 22 þann 23. nóvember 2016. Tvær 20 kílóa töskur fylgja með hjá Icelandair en engar slíkar hjá Wow Air. Tvær töskur með hjá Wow Air fram og aftur bæta 20 þúsund krónum við ofangreint verð. Vélar Wow Air eru mun nýrri og þægilegri en hjá Icelandair en hið síðarnefnda býður netaðgang í flugi og afþreyingarkerfi ólíkt Wow Air.