Skip to main content
Tíðindi

Iceland Express býður best til Alicante

  21/04/2012desember 25th, 2013No Comments

Flugfélagið Iceland Express býður bestu verðin til Alicante í sumar samkvæmt stikkprufum ritstjórnar Fararheill.Verðmismunurinn getur skipt tugum þúsunda á hvern einasta farþega.

Tók Fararheill fimm dagsetningar í sumar fram og til baka til Alicante og bar saman verð hjá Icelandair, Iceland Express og Wow Air sem öll bjóða þessa leið í sumar. Í ljós kemur akfeitur verðmunur.

Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu býður Iceland Express best í fjórum tilfellum af fimm sem tekin voru en öll verð eru heildarverð á ódýrasta lausa farrými með sköttum og gjöldum í boði á vef flugfélaganna klukkan 11 þann 21. apríl 2012.

Fyrir utan að Iceland Express býður ferðir töluvert ódýrar en keppinautarnir er áberandi hversu verðlagning Icelandair er úti í móa. Munurinn á fargjaldi fyrir einstakling með Icelandair og Iceland Express 25. júlí til 2. ágúst eru litlar 64.372 krónur. Það er sem sagt vel hægt að bjóða einum einstaklingi til viðbótar með í förina hjá Iceland Express í stað þess að fljúga með Icelandair. Það skýrist þó að hluta á að allra ódýrustu sætin eru uppseld hjá þeim síðastnefndu og því verið að greiða aukalega fyrir meiri þjónustu.

Þá vekur og athygli að nýja flugfélagið Wow Air reynist töluvert yfir Iceland Express í verði ef frá er talin ferð þann 6. júní.

Þrátt fyrir aukna samkeppni er enn töluverður verðmunur á ferðum til Alicante með innlendum flugfélögum