Sú ferðaskrifstofa íslensk sem er hvað öflugust í að bjóða golfpakka erlendis er GB Ferðir sem alla jafna selur slíka pakka til mun fleiri landa en aðrar innlendar. En oft á tíðum eru tilboð þeirra töluvert dýrari og óþægilegri en raunin þarf að vera.

Golf er gott í Skotlandi en þangað mun ódýrara að komast en margur heldur

Golf er gott í Skotlandi en þangað mun ódýrara að komast en margur heldur

Dæmi um það er að finna á vef þeirra nú þar sem auglýst er þriggja nátta pakkaferð á golfhótel í Lothian héraði með morgunverði og þremur hringjum á ágætum velli fyrir 119.900 krónur á mann miðað við tvo saman. Um sértilboð er að ræða því almennt verð er gefið upp sem 129.900 krónur. Par, hjón eða tveir vinir eða vinkonur greiða því 239.800 krónur í heildina sem er drjúgt fyrir þrjár nætur á sveitahóteli í Skotlandi.

Fyrir utan að verð er hátt er annað sem er kjánalegt við tilboð GB Ferða. Það er flogið til Glasgow í umræddu tilboði en sú borg er í rúmlega klukkustundar fjarlægð frá hótelinu sem er í grennd við Edinborg. Það þarf því bílaleigubíl í ofanálag með tilheyrandi kostnaði um þriggja daga skeið sem bætir auðveldlega 40 þúsund krónum ofan á reikninginn miðað við verðlag í Skotlandi.

Hægt væri að bæta um betur með að fljúga beint til Edinborgar og taka lest eða leigubíl út að sveitagolfhótelinu. Þannig sparast alveg ágætur tími, enginn þarf að vakna eldsnemma lokadaginn til að aka hundrað kílómetra til Glasgow og kostnaður við bílaleigubíl fýkur út í veður og vind. En þá yrði GB Ferðir líka að bjóða flug þessa ferð með easyJet í staðinn fyrir Icelandair.

Úttekt Fararheill leiðir í ljós að með easyJet er hægt að komast til og frá Edinborg í mars, apríl og vel fram í maí á þessari stundu fyrir 40 til 45 þúsund krónur á mann með einni tösku og golfpoka í þokkabót. Kostnaður á tvo því um 90 þúsund alls.

Það þýðir að tvímenningarnir hafa 150 þúsund krónur til að velja hótel í þrjár nætur og golf með á svæðinu í kring. Þó hægt sé að finna velli þar sem hringurinn kostar vel yfir 20 þúsund krónur á mann þá er algengara að hann kosti frá sex og upp í tíu þúsund krónur. Eins og sjá má hér að neðan :

Whitekirk

Jafnvel þó menn eyði öllum 150 þúsund krónunum sem munar á að fara sjálfir og fara með GB Ferðum stendur enn eftir að ekki þarf að þvælast til og frá Glasgow og punga í bílaleigubíl.

Það er nú allverulegur ábati og ekki hvað síst vegna þess að í Skotlandi er freistandi að fá sér nokkrar kollur eða súpa á heimagerðu viskíi. Það er lítið fjör fyrir ökumanninn að horfa upp á það.

eased

gbf