Það er tæpur mánuður þangað til Vetrarólympíuleikarnir 2014 hefjast í rússnesku borginni Sochi og hreint ekki seinna vænna fyrir áhugasama að panta sér flug, gistingu og miða. En til þess þarf fólk líka að vera milljónamæringar.

Sochi er klár að verða undir dýrustu vetrarólympíuleika sögunnar.

Sochi er klár að verða undir dýrustu vetrarólympíuleika sögunnar.

Ok, milljónamæringar kannski of vel útilátið en djúpir vasar sannarlega nauðsyn því frá Íslandi til Sochi fæst vart flug á einn mann undir hálfri milljón króna fram og aftur heim. Sem er mun dýrari flugpakki en að bóka alla leið til Brasilíu á heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu til samanburðar.

Auðvitað margar leiðir í boði til Sochi en miðað við Dohop er lágmarksverð um fimm hundruð þúsund krónur og í þeirri ferð þarf að fljúga með fjórum flugfélögum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Verð hækkar strax kjósi menn kannski einfaldari leið og verðmiðinn kominn fljótt vel yfir hálfa milljón króna. Hjón sem vilja sjá börn sín etja kappi á leikunum þurfa því að eiga milljón krónur í bankanum.

si

En þá er ekki öll sagan sögð því Rússarnir eru heldur ekkert að bjóða gesti mjög velkomna ef marka má hótelbókunarvélar. Fararheill finnur ekki ódýrari gistingu í vikutíma meðan á leikunum stendur en á 140 þúsund krónur og það í tveggja stjörnu gistihúsi án morgunverðs.

Það er samt hrein hátíð miðað við það versta sem við fundum. Eitt einasta leiguherbergi í blokk á 878 þúsund krónur fyrir vikudvöl! Geri aðrir betur.

Sic