Stundum leiðir lífið fólk inn á leiðinlegar brautir sem oft erfitt reynist að breyta. Ást kulnar, börnin fara að heiman, vinir fjarlægjast, störfin verða leiðigjörn og launin ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Æði margir halda að tómleikatilfinningu megi laga og eyða með dóti og drasli og það kann að vera rétt en aðeins tímabundið. Glansinn fer af nýja snjallsímanum eftir nokkrar vikur. Þúsund sjónvarpsrásir missa marks eftir viku eða tvær. Fólk hættir að nenna að bóna nýja bílinn eftir sex mánuði.

En svo eru það ferðalögin. Allra helst ferðalög út fyrir þægindarammann. Því það er þægindaramminn sem gerir lífið innantómt.

Sumir gera eitthvað í því og sama getur þú. Út með ykkur 🙂

http://youtu.be/fFaQxsxlF5A