Skip to main content

Hjá nágrannalöndum okkar á Norðurlöndum hefur færst í aukanna síðustu árin að fólk sem hefur efni og tíma dvelur langdvölum suður með sjó í heitari löndum án þess þó að leggja út milljónum króna í fasteignakaup.

Tilboð Classic Golf ætti að kæta golfóða Íslendinga.

Tilboð Classic Golf ætti að kæta golfóða Íslendinga.

Nú er til að mynda hægt að eyða heilum mánuði á ágætu hóteli með golfi alla daga og bílaleigubíl í ofanálag og það á Costa del Sol fyrir 240 þúsund krónur á mann allt fram á næsta sumar.

Tilboð þetta er í boði af hálfu dönsku ferðaskrifstofunnar Classic Golf og í verðinu er innifalið flug frá Kaupmannahöfn eða Billund ef það hentar betur.

Hér á auðvitað eftir að kaupa flug til Danmerkur og heim aftur en fyrir áhugasama hafa að undanförnu verið í boði hér heima tilboðsverð þangað í kringum 15 þúsund krónur og sama upphæð heim. Samanlagt geta hjón eða par því eytt mánuði í golfi og góðlystingum fyrir 550 þúsund krónur alls.

Til samanburðar vakti það nokkra athygli í sumar þegar sænska fyrirtækið Nordpoolen bauð mánaðardvöl með golfi á afskekktum stað í Almeríuhéraði. Mánaðarpakki þar kostaði 380 þúsund krónur en hvorki flug né bíll í þeim pakka. Gróflega má segja að vart sé komist til Alicante undir 150 þúsund krónum fyrir tvo með töskum og golfsettum, Lítinn bílaleigubíl má fá í mánuð fyrir 20 til 30 þúsund krónur og verð hjá báðum aðilum því keimlík eða hvað?

Ekki alveg. Golfstaður Nordpoolen er töluvert inni í landi og aka þarf spöl til að skipta um spjarir og sulla í flæðarmáli á fallegri ströndu. Þá er enginn stærri borg eða bær alveg í næsta nágrenni ef fólk vill aðeins lyfta sér upp fjarri golfvelli. Golfstaðurinn í danska tilboðinu er við ströndina í vinsælum strandbæ og aðeins tíu mínútur frá Marbella.

Í okkar huga engin spurning. Danska tilboðið hér.