Skip to main content

Það eru farnar að renna á okkur tvær grímur varðandi rekstur Wow Air þessa dagana. Fararheill greindi nýverið frá látum og veseni í Gatwick vegna galtómrar ferðatösku og nú kemur upp úr dúrnum að flugfélagið SKILDI þrjá farþega eftir í Kaupmannahöfn vegna yfirvigtar.

Er Wow Air að verða hið íslenska Ryanair?

Er Wow Air að verða hið íslenska Ryanair?

Um þetta má fræðast á fésbókarvef Wow Air en þar fer einstaklingur hörðum orðum um flugfélagið eftir að þremur konum frá Asíu var meinað að fljúga til Íslands frá Kaupmannahöfn þann 24. maí síðastliðinn sökum þess að ekki var hægt að taka við greiðslu vegna yfirvigtar kvennanna.

Þvertekið var fyrir að aðstoða konurnar á neinn hátt að því er fram kemur og lyktir málsins þær að kaupa varð flug samdægurs með Icelandair til að konurnar kæmust alla leið. Það flug kostaði hátt í 300 þúsund aukalega.

Til að bæta gráu ofan á svart hefur Wow ekki haft fyrir að gefa skýringar eða biðjast afsökunar hafi mistök verið gerð þó liðnar séu tvær vikur síðan.

kvört2

kvört1