Skip to main content

Dohop, Wow Air, Icelandair, hótelbókanir.is. Allir þessir aðilar auglýsa alls staðar vel og mikið að þeir bjóði lægsta verð á gistingu hvarvetna í veröldinni. Því miður láta flestir blekkjast.

Þetta lítur spennandi út. Garðurinn á Epic Sana á Algarve. Mynd Epic Sana

Þetta lítur spennandi út. Garðurinn á Epic Sana á Algarve. Mynd Epic Sana

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við ætlum að sýna og sanna að þú finnur raunverulega lægsta verð á gistingu hjá okkur hjá Fararheill. Svo mikið lægra verð að þér gæti nú blöskrað. Eins og okkur blöskrar þegar fólk hugsunarlítið bókar gistingu um leið og flug af því það er svo einfalt og þægilegt. Þau þægindi kosta drjúgan skilding gott fólk.

Að þessu sinni veljum við af handahófi besta hótelið á Algarve í Portúgal samkvæmt 2015 lista TripAdvisor. Það er fimm stjörnu hótelið Epic Sana við strönd sem heitir Falasia.

Við veljum líka af handahófi vikulanga dvöl þar og fyrir valinu varð 8. til 15. október að þessu sinni. Tímasetningin skiptir þó engu eins og þú getur sjálf/sjálfur gengið úr skugga um með samanburði.

Á vef TripAdvisor fæst uppgefið verð á hótelum sem þar finnast. Eins og sjá má á skjáskotinu hér til hliðar fæst gisting þessa ákveðnu viku á Epic Sana á Hotels.com og Booking.com. Það er sú síðarnefnda sem íslensku fyrirtækin bjóða á sínum vefum.

Athyglisvert að risinn TripAdvisor finnur „aðeins“ gistingu hjá risunum Hotels og Booking. Skjáskot

Athyglisvert að risinn TripAdvisor finnur „aðeins“ gistingu hjá risunum Hotels og Booking. Skjáskot

Fararheill hefur oft áður varað við Hotels.com enda er sá vefur ótrúlega oft einna dýrastur þegar samanburður á hótelbókunarvélum er gerður. Að þessu sinni er þó sá vefur að bjóða betri díl en Booking. Takið eftir, og þetta er mikilvægt, að uppgefið er verð per nótt þó leitað sé að vikulangri gistingu.

Leitum nú uppi gömlu góðu reiknivélina snöggvast og við fáum út að Booking.com (hótelvefur Icelandair, Wow Air, Dohop og hótelbókanir.is) vill selja þér vikulanga gistinguna á 243.530 krónur. Gegnum Hotels.com fæst sama gisting (herbergi fyrir tvo án morgunverðs) fyrir 231.357 krónur. Bara á þessum tveimur aðilum er verðmunurinn per vikuna 12.173 krónur!!!

Víkur nú sögunni að hótelbókunarvef Fararheill.  Ólíkt risunum Hotels.com og Booking.com sem eru í eigu risafyrirtækja í Bandaríkjunum er okkar vefur ástralskur og enn í eigu þeirra sjö einstaklinga sem stofnuðu hann í bílskúr í Sidney árið 2005. Hann var stofnaður af því að sjömenningunum blöskraði lítið aðgengi að samanburðarsíðum vegna hótela og ferðalaga.

Flettum upp vikulangri gistingu á Epic Sana 8. október til 15. október og það sem við fáum má sjá hér að neðan:

Herbergi fyrir tvo án morgunverðs finnst hér niður í 178.622 krónur. Skjáskot

Herbergi fyrir tvo án morgunverðs finnst hér niður í 178.622 krónur. Skjáskot

Til að setja þetta enn frekar í samhengi þá finnur hótelvefur okkar TÓLF tilboð sem eru lægri en það sem TripAdvisor segir besta verðið hjá Booking. Það eru sem sagt tólf aðilar að bjóða þér gistingu á Epic Sana á lægra verði en þér er talin trú um að sé lægsta verð hjá TripAdvisor, Booking og Hotels.com.

Og eigum við að ræða eitthvað verðmuninn á einni einustu viku? Þarna munar 65 þúsund krónum…

Niðurstaðan eins og alltaf: ekki láta plata þig.