S uma staði er dálítið erfitt að heimsækja en þeir erfiðleikar gera það oftar en ekki að verkum að fólk nýtur þeirra enn betur. Þannig má lýsa strandbænum Zarautz í Baskalandi á Spáni sem er í um hálftíma fjarlægð frá San Sebastian og tæplega eina og hálfa klukkustund frá Bilbao.
Hvað skyldi vera svo erfitt að heimsækja þennan ágæta bæ?
Ólíkt velflestum öðrum strandbæjum á Spáni eru hér afskaplega fáir sem tala ensku og afskaplega fáir kjósa að tala spænsku. Zarautz er ein mekka þjóðernissinnaðra Baska og hér má leita lengi að veitingastað þar sem einhver hefur áhuga að rabba við þig eða einfaldlega taka pöntun talir þú erlend tungumál eins og ensku eða spænsku. En auðvitað tala allir spænsku og eflaust margir ensku þó þeir neiti að tala málin.
Annað sem stingur strax í augu hér og það jafnvel á háannatíma í júlí og ágúst er að hér eru ekki margir erlendir ferðamenn jafnvel þó Zarautz sé príma ferðamannastaður. Ströndin hér frábær og vinsæl og hér er hver einasti veitingastaður vel fyrir ofan meðallag. En einu ferðamennirnir virðast vera Baskar sjálfir sem hingað fjölmenna og þeir kunna að skemmta sér.
Loftslag og ljúflegheit
Baskaland er eina svæði Spánar þar sem fólk norðan að úr álfunni þarf ekki öllum stundum að kafna úr hita ef teygja þarf sig eitthvað lengra en eftir bjórnum á borðinu. Zarautz er ljúf líka. Meðalhitastig í ágúst milli 17 og 23 gráður. Meðalhitastig í janúar 7 til 11 gráður.
Til og frá
Næsti flugvöllur er í Bilbao í 90 kílómetra fjarlægð. Hingað ganga lestir bæði frá Bilbao og San Sebastian og rútur sömuleiðis.
Innanbæjar er þörfin á farartæki enginn. Bærinn er lítill og sá hluti sem spennandi er enn minni. Þó ganga hér tveir innanbæjarvagna alla daga sem fara milli hverfa og eru fín leið til að sjá bæinn í heild sinni.
Söfn og sjónarspil
> Ströndin (La Playa) – Vitaskuld er hér sandströnd eðalgóð og engan veginn síðri en strendur sunnar í landinu. Hér er ströndin aðeins oggupons frá bænum sjálfum og eftir þrjár mínútur í hægðum eru menn í miðbæjarstemmningunni. Eðal göngugata liggur eftir ströndinni allri. Ströndin er löng og henni er skipt í þrennt. Vestast er fjölskylduströndin svo kemur svæði tileinkað svifbrettafólki sem töluvert er hér af og að lokum er austurendinn sem er verndað vistsvæði.
> Ljósmyndasafnið (Argazki & Zinema Museoa) – Ekki safn ljósmynda heldur tæknisafn þar sem áhugasamir geta kynnt sér hvernig ljósmyndir og kvikmyndir eru gerðar og voru gerðar. Fróðlegt fyrir áhugamenn en vart fyrir aðra. San Ignacio gata. Opið þriðju- til sunnudaga milli 10 og 14 og aftur milli 17 og 20. Aðgangur 900 krónur. Heimasíðan.
> Konungleg kirkja heilagrar Maríu (Santa María La Real) – Tvær elstu byggingar bæjarins eru söfn í dag. Um er að ræða gamla kirkju og klukkuturn en innandyra er að finna bæði fornleifasafn og lista- og sögusafn. Fín dægrastytting þó kirkjan per se þyki vart stórkostleg smíð. Elizaurra götu. Opið þriðju- til laugardaga 10 – 14 og 16:30 til 18:30. Miðaverð 260 krónur. Heimasíðan.
Ferskt og flott
Spánverjar almennt kunna að lyfta sér upp og gera það eins oft og mögulega er hægt. Baskar eru ekki síðri í þessari íþrótt og reyndar harðari ef eitthvað er. Í Zarautz fara fram einar þrjár hátíðir árlega sem vert er að gera sér ferð fyrir.
Þann 25. júní ár hvert fer fram San Pelayo hátíðin. Sé fólk lítið fyrir hávaða og stemmningu er best að halda sig fjarri því allan daginn er barið hér á trommur af bæði börnum og fullorðnum . Skrúðgöngur og skemmtilegheit í hverju horni um þriggja daga skeið. Tengt San Pelayo er þegar allir á giftingaraldri í bænum halda út í nágrannasveitir með svokallaða txistu flautu og harmonikkur og safna peningum hjá bændum.
Verndardýrlingur bæjarins, Heilög María, fær sinn skerf af gleði og dúlleríi ár hvert milli 14. og 16. ágúst. Meiri skrúðgöngur og ýmsar uppákomur en hugmyndin ávallt að sýna dýrlingnum þakklæti bæjarbúa.
Þá er hér vikulöng baskahátíð í byrjun september ár hvert. Euskal jaiak heitir sú og hér er öllu fagnað sem baskneskt er. Sérstaklega eru gamlir þjóðdansar fyrirferðamiklir og fjölmargir danshópar fylla götur og fólk af gleði. Eðalstaður til að kynna sér í þaula baskneska siði og venjur.
Matur og mjöður
Þetta er Baskaland og það vita þeir sem sigldir eru að engir búa til betri mat og það oft úr rammíslenskum fiski. Eða allavega fiski sem synti um tíma í íslenskri landhelgi.
Eins og aðrir baskneskir bæir og borgir er hér gnótt eðalgóðra veitingastaða og jafnvel þeir sem ekki líta út fyrir að vera par merkilegir eru par merkilegir.
Ritstjórn er meinilla við að mæla með veitingastöðum enda bragðlaukar fólks mismunandi og það sem einum finnst stórkostlegt getur öðrum fundist hörmung. Með það í huga er fráleitt að mæla sérstaklega með veitingastöðum. En þrír staðir sérstaklega fá bestu einkunnir bæði hjá heimamönnum og ekki síður á vefmiðlum.
- Guretxokoa – Calle de Gizpukoa
- Kirkilla Enea – Santa Marina Kalea
- Otzarreta – Calle Santa Clara
Héðan má ekki fara án þess að bragða eins marga smárétti og kostur er og malli ræður við. Slíkir réttir alltaf góðir og ólíkt sumu sem í boði er á vinsælli ströndum sunnar dettur engum manni að gera neitt nema úr hráefni sem er glænýtt.
Með slíkum réttum er ráð að súpa á heimagerðu víni héraðsins. Txakolí heitir það á máli frumbyggjanna og er hressandi vín og ávallt ljóst á litinn.
Líf og limir
Hættur af skornum skammti ef frá er talið að gæta sín í umferðinni. Hér er ekið nokkuð greiðlega alla jafna og stundum gleyma menn gangandi vegfarendum.
Hins vegar skal hafa í huga að sumir heimamenn hér, og veitingamenn meðtaldir, geta verið heldur hryssingslegir gagnvart ferðafólki þó það sé undantekning en ekki venjan. Alveg er til í dæminu að einn og einn neiti alfarið að afgreiða þig eða láti þig bíða lengur en gott þykir.
View Zauratz í Baskalandi á Spáni in a larger map
Suma staði er dálítið erfitt að heimsækja en þeir erfiðleikar gera það oftar en ekki að verkum að fólk nýtur þeirra enn betur. Þannig má lýsa strandbænum Zarautz í Baskalandi á Spáni sem er í um hálftíma fjarlægð frá San Sebastian og tæplega eina og hálfa klukkustund frá Bilbao.
Hvað skyldi vera svo erfitt að heimsækja þennan ágæta bæ? Ólíkt velflestum öðrum strandbæjum á Spáni eru hér afskaplega fáir sem tala ensku og afskaplega fáir tala spænsku. Zarautz er ein mekka þjóðernissinnaðra Baska og hér má leita lengi að veitingastað þar sem einhver hefur áhuga að rabba við þig eða einfaldlega taka pöntun talir þú erlend tungumál eins og ensku eða spænsku. En auðvitað tala allir spænsku og eflaust margir ensku þó þeir neiti að tala málin.
Annað sem stingur strax í augu hér og það jafnvel á háannatíma í júlí og ágúst er að hér eru ekki margir erlendir ferðamenn jafnvel þó Zarautz sé príma ferðamannastaður. Ströndin hér frábær og vinsæl og hér er hver einasti veitingastaður vel fyrir ofan meðallag. En einu ferðamennirnir virðast vera Baskar sjálfir sem hingað fjölmenna og þeir kunna að skemmta sér.
Loftslag og ljúflegheit
Baskaland er eina svæði Spánar þar sem fólk norðan að úr álfunni þarf ekki öllum stundum að kafna úr hita ef teygja þarf sig eitthvað lengra en eftir bjórnum á borðinu. Zarautz er ljúf líka. Meðalhitastig í ágúst milli 17 og 23 gráður. Meðalhitastig í janúar 7 til 11 gráður.
Til og frá
Næsti flugvöllur er í Bilbao í 90 kílómetra fjarlægð. Hingað ganga lestir bæði frá Bilbao og San Sebastian og rútur sömuleiðis.
Innanbæjar er þörfin á farartæki enginn. Bærinn er lítill og sá hluti sem spennandi er enn minni. Þó ganga hér tveir innanbæjarvagna alla daga sem fara milli hverfa og eru fín leið til að sjá bæinn í heild sinni.
Söfn og sjónarspil
> Ströndin (La Playa) – Vitaskuld er hér sandströnd eðalgóð og engan veginn síðri en strendur sunnar í landinu. Hér er ströndin aðeins oggupons frá bænum sjálfum og eftir þrjár mínútur í hægðum eru menn í miðbæjarstemmningunni. Eðal göngugata liggur eftir ströndinni allri. Ströndin er löng og henni er skipt í þrennt. Vestast er fjölskylduströndin svo kemur svæði tileinkað svifbrettafólki sem töluvert er hér af og að lokum er austurendinn sem er verndað vistsvæði.
> Ljósmyndasafnið (Argazki & Zinema Museoa) – Ekki safn ljósmynda heldur tæknisafn þar sem áhugasamir geta kynnt sér hvernig ljósmyndir og kvikmyndir eru gerðar og voru gerðar. Fróðlegt fyrir áhugamenn en vart fyrir aðra. San Ignacio gata. Opið þriðju- til sunnudaga milli 10 og 14 og aftur milli 17 og 20. Aðgangur 900 krónur. Heimasíðan.
> Konungleg kirkja heilagrar Maríu (Santa María La Real) – Tvær elstu byggingar bæjarins eru söfn í dag. Um er að ræða gamla kirkju og klukkuturn en innandyra er að finna bæði fornleifasafn og lista- og sögusafn. Fín dægrastytting þó kirkjan per se þyki vart stórkostleg smíð. Elizaurra götu. Opið þriðju- til laugardaga 10 – 14 og 16:30 til 18:30. Miðaverð 260 krónur. Heimasíðan.
Ferskt og flott
Spánverjar almennt kunna að lyfta sér upp og gera það eins oft og mögulega er hægt. Baskar eru ekki síðri í þessari íþrótt og reyndar harðari ef eitthvað er. Í Zarautz fara fram einar þrjár hátíðir árlega sem vert er að gera sér ferð fyrir.
Þann 25. júní ár hvert fer fram San Pelayo hátíðin. Sé fólk lítið fyrir hávaða og stemmningu er best að halda sig fjarri því allan daginn er barið hér á trommur af bæði börnum og fullorðnum . Skrúðgöngur og skemmtilegheit í hverju horni um þriggja daga skeið. Tengt San Pelayo er þegar allir á giftingaraldri í bænum halda út í nágrannasveitir með svokallaða txistu flautu og harmonikkur og safna peningum hjá bændum.
Verndardýrlingur bæjarins, Heilög María, fær sinn skerf af gleði og dúlleríi ár hvert milli 14. og 16. ágúst. Meiri skrúðgöngur og ýmsar uppákomur en hugmyndin ávallt að sýna dýrlingnum þakklæti bæjarbúa.
Þá er hér vikulöng baskahátíð í byrjun september ár hvert. Euskal jaiak heitir sú og hér er öllu fagnað sem baskneskt er. Sérstaklega eru gamlir þjóðdansar fyrirferðamiklir og fjölmargir danshópar fylla götur og fólk af gleði. Eðalstaður til að kynna sér í þaula baskneska siði og venjur.
Matur og mjöður
Þetta er Baskaland og það vita þeir sem sigldir eru að engir búa til betri mat og það oft úr rammíslenskum fiski. Eða allavega fiski sem synti um tíma í íslenskri landhelgi.
Eins og aðrir baskneskir bæir og borgir er hér gnótt eðalgóðra veitingastaða og jafnvel þeir sem ekki líta út fyrir að vera par merkilegir eru par merkilegir.
Ritstjórn er meinilla við að mæla með veitingastöðum enda bragðlaukar fólks mismunandi og það sem einum finnst stórkostlegt getur öðrum fundist hörmung. Með það í huga er fráleitt að mæla sérstaklega með veitingastöðum. En þrír staðir sérstaklega fá bestu einkunnir bæði hjá heimamönnum og ekki síður á vefmiðlum.
- Guretxokoa – Calle de Gizpukoa
- Kirkilla Enea – Santa Marina Kalea
- Otzarreta – Calle Santa Clara
Héðan má ekki fara án þess að bragða eins marga smárétti og kostur er og malli ræður við. Slíkir réttir alltaf góðir og ólíkt sumu sem í boði er á vinsælli ströndum sunnar dettur engum manni að gera neitt nema úr hráefni sem er glænýtt.
Með slíkum réttum er ráð að súpa á heimagerðu víni héraðsins. Txakolí heitir það á máli frumbyggjanna og er hressandi vín og ávallt ljóst á litinn.
Líf og limir
Hættur af skornum skammti ef frá er talið að gæta sín í umferðinni. Hér er ekið nokkuð greiðlega alla jafna og stundum gleyma menn gangandi vegfarendum.
Hins vegar skal hafa í huga að sumir heimamenn hér, og veitingamenn meðtaldir, geta verið heldur hryssingslegir gagnvart ferðafólki þó það sé undantekning en ekki venjan. Alveg er til í dæminu að einn og einn neiti alfarið að afgreiða þig eða láti þig bíða lengur en gott þykir.
View Zauratz í Baskalandi á Spáni in a larger map