Skip to main content

V issir þú að 24 þúsund manns heimsækja vinsælasta safn heims hvern einasta dag ársins þegar Kófið er ekki að gera usla? Það þarf engan Hercule Poirot til að vita hvaða safn heims það er sem svo vel trekkir og hefur gert um áraraðir. Hið stórkostlega Louvre í París tekur þann titil auðveldlega og eðlilega.

Vinsælasta safn heims og ekki að ósekju

Vinsælasta safn heims og ekki að ósekju

Ekki þarf að fjölyrða um stórkostlegheit Louvre fyrir þeim er þangað hafa farið og barið augum hluta þeirra 35 þúsund listmuna sem það safn á. Hin fagurlimaða Venus de Milo og glottandi Móna Lísa eru kannski þekktustu gripir safnsins en því fer fjarri að þeir sé það eina sem fólki verður starsýnt á. Víðs fjarri.

Louvre hefur um árabil verið fjölsóttasta listasafn heims en þangað hafa komið 8.5 milljónir gesta hvert ár langt aftur í tímann. Fjöldinn hefur hins vegar staðið í stað meðan önnur söfn hafa dregið sífellt fleiri gesti í heimsókn og þar er fremst meðal jafningja hið stórkostlega

Flug- og geimsafn Smithsonian í Washington. Þangað komu 8.3 milljónir gesta árið 2014 og kynntust í návígi undrum flugs og geimferða. Það safn á yfir 50 þúsund gripi sem til sýnis eru með reglulegu millibili.

Flug- og geimsafn Smithsonian er langt í frá eina Smithsonian safnið sem kemst á lista yfir þau vinsælustu. Í þriðja sætinu með 6.8 milljónir gesta árlega er Náttúrufræðisafn Smithsonian, Smithsonian Natural History Museum. Smithsonian söfnin ein og sér eru þess virði að heimsækja Washington borg sem er í boði í beinu flugi frá Íslandi.

Breska safnið, British Museum, kemur næst í röð vinsælla safna heims með 5.8 milljónir gesta. Það er sömuleiðis ómissandi stopp í London og ólíkt fyrrnefndum söfnum eru sýningar afar mismunandi í Breska safninu.

Sama má segja um safnið í fimmta sætinu. Metropolitan Museum of Art í New York sem heillaði 5.2 milljónir gesta 2014. Þar breytast sýningar reglulega en ávallt er þar að finna forvitnilegar sýningar þó misjafnt sé hversu þekktar þær eru hverju sinni.

Hér að neðan er 2019 listinn yfir vinsælustu söfn heims miðað við gestafjölda. Hvert eitt og einasta þeirra hundrað prósent skoðunar virði.

♥  Louvre, París, Frakkland

♥  Smithsonian Air & Space Museum, Washington D.C., Bandaríkin

♥  Smithsonian Natural History Museum, Washington D.C., Bandaríkin

♥  British Museum, London, England

♥  Metropolitan Museum of Art, New York, Bandaríkin

♥  Tate Modern, London, England

♥  American Museum of Natural History, New York, Bandaríkin

♥  National Gallery, London, England

♥  National Gallery of Art, Washington D.C., Bandaríkin

♥  Vatican Museums, Róm, Ítalía

♥  Natural History Museum, London, England

♥  Smithsonian Museum of American History, Washington D.C., Bandaríkin

♥  Museum of Modern Art, New York, Bandaríkin

♥  Centre Pompidou, París, Frakkland

♥  National Museum of Korea, Seoul, S.Kórea