A umingja Drakúla. Karlgreyið aðeins einfaldur greifi í kastala sínum sem vart gerði flugu mein samkvæmt skráðum heimildum en samkvæmt goðsögnum stjaksetti mann og annan við hvert tækifæri.

Hinn frægi Bran kastali er fjarri því amalegur en hann er hægt að skoða í þaula með leiðsögn eða án. Mynd tamburix

Hinn frægi Bran kastali er fjarri því amalegur en hann er hægt að skoða í þaula með leiðsögn eða án. Mynd tamburix

Sökum rithöfundarins Bram Stoker er nafn Drakúla nú alþekkt um gervallan heim sem blóðþyrsts vampíruleiðtoga þrátt fyrir að einu raunverulegu heimildirnar um greifann sjálfan bendi til að karl hafi verið auðugur einfari sem engum gerði mein og lítið fór fyrir.

En afkomendur hans hafa uppgötvað að hryllingssögur um karlinn selja betur en einfarasögur og ekki er síður hægt að gera gott mót með því að selja aðgang að kastala karlsins.

Þess vegna stendur kastali gamla greifans opinn ferðamönnum og þar er enginn kreppubragur á fólki. Þvert á móti fjölgar þeim stöðugt sem leggja á sig ferð til Transylvaníu í norðvesturhluta Rúmeníu til að forvitnast um karlinn og goðsögnina og viðurkennast verður að íbúar hafa gert sitt ítrasta til að viðhalda ímyndinni. Þar og í nálægum bæjum er víða hægt að kaupa kynstrin öll af minjagripum tengdum Drakúla og jafnvel má finna þar söfn helguð karlinum sem og rithöfundinum Stoker.

Reyndar hefur aldrei verið sannað með óyggjandi hætti að Drakúla greifi hafi nokkurn tíma búið í Bran kastalanum en það er aukaatriði fyrir aðdáendur sagnanna.

Kastalann vissulega þess virði að skoða enda ekta evrópskur miðaldakastali og ekki er síður upplífgandi fyrir marga að verða vitni að tiltölulega einföldu lífi bæjarbúa allra í þessum landshluta. Bændur fara enn á markað með vörur sínar á uxakerrum og almennt virðist fólk hafa misst algjörlega af 21. öldinni. Það út af fyrir sig er þess virði að leggja á sig ferðalag fyrir en umhverfið allt er líka einstakt enda er þetta svæði allt enn tiltölulega ósnert.

Sjá nánar um safnið og kastalann hér.