Þ að eru ekki margir staðir á jörðunni þar sem gefur að líta 350 tegundir apa og górilla á einum stað og það í eins náttúrulegu umhverfi og framast er unnt utan hefðbundinna heimkynna þessara skyldmenna okkar mannfólksins.

Það er tvennt ólíkt að skoða apa í dýragörðum en tiltölulega frjálsa í Vallée des Singes. Mynd Frank Wouters

Það er tvennt ólíkt að skoða apa í dýragörðum en tiltölulega frjálsa í Vallée des Singes. Mynd Frank Wouters

Það er þó einn staður hið minnsta og það á fremur ólíklegum stað í þokkabót. Í vesturhluta Frakklands.

Í grennd við borgirniar Niort og Poitier í um þriggja til fjögurra stunda akstursfjarlægð frá París er að finna La Vallée des Singes. Það er sextán ferkílómetra stór garður þar sem apar af ýmsum tegundum una sér frjálsir að hluta í skóglendi gestum til óblandinnar ánægju. Það er nefninlega mun indælla að fylgjast með þessum skemmtilegu dýrum tiltölulega frjálsum en ekki föstum í búrum eins og allir sem farið hafa á safarí geta vottað um. Ekki svo að skilja að dýrin séu alveg frjáls en upp að marki eru þau það.

Eins og gildir í Afríku eru stóru aparnir mesta aðdráttaraflið hér. Górillur eru hér nokkrar og þarf af nokkrar sem hefur verið bjargað frá dauða í dýragörðum. Það er nefninlega svo að aðgangseyririnn inn á svæðið nýtist samtökunum sem hann reka til að bjarga öpum hvarvetna. Sem er hið besta mál.

Hér er opið gestum frá mars og fram í nóvember en aðeins yfir sumarmánuðina er opið daglega frá 10 til 18. Aðgangur rúmar tvö þúsund krónur fyrir fullorðna og miða hægt að kaupa bæði á staðnum og á netinu. Nánar hér.