Skip to main content
Tíðindi

Vandræði og seinkanir í Leifsstöð

  13/05/2011desember 4th, 2014No Comments

Sú ákvörðun Isavia að loka Keflavíkurflugvelli frá klukkan 20 í kvöld og fram undir morgunn vegna yfirvinnubanns Félags flugumferðarstjóra setur verulegt strik í reikning flugfélaganna. Vert er að kynna sér í þaula allar breytingar á textavarpinu en gera má ráð fyrir töluverðum seinkunum í fyrramálið.

Icelandair þarf að breyta áætlun þriggja flugferða sinna til að koma farþegum til landsins áður en yfirvinnubannið hefst í dag og sömuleiðis er óumflýjanlegt að seinka brottförum erlendis í fyrramálið.

Ekki er vitað til að þetta hafi áhrif  á flug Iceland Express en þó er ekki útilokað að tafir í fyrramálið geti smitast yfir á flug þess en vélar Iceland Express fara jafnan seinna af stað en vélar Icelandair.