Skip to main content

Það eru allra, allra síðustu forvöð að negla niður páskaferðina á suðrænar slóðir með innlendum ferðaskrifstofum þessi dægrin. Það sýnir yfirlit yfir ferðaúrval innlendra ferðaskrifstofa.

Kanaríferðir um páskana því sem næst alveg uppseldar hjá stóru ferðaskrifstofunum. Skjáskot

Kanaríferðir um páskana því sem næst alveg uppseldar hjá stóru ferðaskrifstofunum. Skjáskot

Þegar þetta er skrifað má glögglega sjá að einungis nokkur sæti eru eftir í páskaferðir til Tenerife á næsta ári. Aðeins tvö sæti laus með Úrval Útsýn til Tenerife og sex sæti laus með Heimsferðum til sama staðar.

Merkilegt nokk, virðist alls ekki komist til allra vinsælustu eyju í Kanaríklasanum þessa páskahátíð. Hvorug ofangreindra ferðaskrifstofa býður ferðir til Kanarí, Gran Canaria, lengur en til lok mars en páskafrí fólks er almennt í byrjun apríl 2015.

Jafnvel þó fólk nái að tryggja sér sæti í fluginu er fátt orðið um að velja af hótelum. Hjá báðum aðilum er uppselt á mörg þau hótel sem í boði eru.

Þá er öll nótt úti ætli fólk að fljúga með Wow Air beint til Tenerife og bóka hótel á eigin spýtur. Það er fullbókað í eina páskaflug flugfélagsins. Eitt einasta sæti er laust til Tenerife með Primera Air til Tenerife þegar þetta er skrifað en það flugsæti aðra leiðina er nú í dýrari kantinum eða á tæpar 55 þúsund krónur. Sem þýðir að báðar leiðir skjaga langleiðina upp í hundrað þúsund á mann.

Þá eru góð ráð dýr fyrir hvern þann sem sér Kanaríeyjasól í hillingum í apríl eða hvað?

Nei, nei. Ráð undir rifi hverju ef fólk nennir smá Krísuvíkurleið. Sem er nota bene ívið skemmtilegri leið en að fara Reykjanesbrautina.

Þó flug fyrir páskana sé orðið æði dýrt hjá Icelandair, Wow Air og Primera Air þá gildir það, enn sem komið er að mestu til sólarlandanna. Flug til annarra áfangastaða enn í boði á góðu eða sæmilegu verði og það notfærum við okkur. Hér að neðan eru þrjár leiðir til Kanaríeyja um páskana sem ekki þurfa að kosta neitt aukalega nema millilendingu.


 

[vc_message color=“alert-success“]

Við bókum flug með Wow Air til Berlínar í lok mars og bókum heim aftur að fimmtán dögum liðnum. Flug báðar leiðir finnst þegar þetta er skrifað kringum 37 til 48 þúsund á mann. Að þeirri bókun lokinni flettum við yfir á vef þýsku ferðaskrifstofunnar Urlaubstours sem er að selja fjölda ferða yfir páskana. Við kjósum þar fjögurra stjörnu allt innifalið pakka í tvær vikur á Playa del Ingles á Kanarí. Sá ferðapakki kostar manninn 233 þúsund og því 466 þúsund samtals. Ef okkur er sama hvar á Kanarí við dveljum er líka hægt að finna fjögurra stjörnu allt innifalið pakka á Playa de Taurito sem er fimmtán mínútum til vesturs frá ensku ströndinni niður í 185 þúsund á mann eða 370 þúsund á parið. Auðvitað líka hægt að leita að betri eða lakari hótelum og hafa dvölina lengri eða styttri eftir behag. Kanarísíða Urlaubtours hér.

[/vc_message] [vc_message color=“alert-success“]

Við bókum flug til Osló með Norwegian í lok mars og heim aftur rúmum tveimur vikum síðar og það kostar okkur þessa stundina heilar átján þúsund krónur á kjaft en reyndar án farangurs. Frá Osló höldum við för áfram með Norwegian alla leið til Kanarí og bókum auðvitað bakaferðina í leiðinni. Verðmiðinn á Osló til Kanarí og til baka páskatímann er nú lægst á 55 þúsund krónur á mann. Við erum því komin til Kanarí í tvær vikur fyrir 73 þúsund á mann eða 146 samtals miðað við parið. Þá rúllum við yfir góð hótel á Kanarí á hótelvef Fararheill og þar finnum við gott fjögurra stjörnu hótel á Playa del Ingles með morgunverði fyrir 205 þúsund krónur. Samtals ferðin með þessu móti 346 þúsund krónur plús klink til eða frá. Svo má að sjálfsögðu spara hótelpeninga og eyða þeim í annað betra. Þriggja stjörnu íbúðahótel finnast auðveldlega á hótelvef Fararheill niður undir hundrað þúsund fyrir tvær vikur yfir páskana. Þannig kostar fríið par eða hjón aðeins 270 þúsund krónur.

[/vc_message] [vc_message color=“alert-success“]

Þriðja leiðin er að fljúga með easyJet til annaðhvort London eða Bristol. Á þessari stundu finnast flug rétt fyrir mánaðarmótin mars/apríl og heim aftur rúmum tveimur vikum síðar niður í 25 þúsund krónur á mann eða 50 þúsund samtals á tvo. Við höldum ferðinni áfram með easyJet til Las Palmas á Kanarí og það kostar okkur heilar 32 þúsund krónur á mann fram og aftur. Samtals flugið á par eða hjón með þessum hætti kringum 115 þúsund plús klink til eða frá. Sömuleiðis hér kíkjum við á hótelleitarvél Fararheill og finnum það sem passar okkur þann tíma sem við höfum. Verðmiðinn á gistingu er allt frá 60 þúsund krónum fyrir tveggja stjörnu skítahótel upp í 250 þúsund ef fólk vill lúxus og jafnvel eitthvað innifalið. Hótelbókunarvél Fararheill finnurðu á öllum okkar vegvísum

[/vc_message] [vc_message color=“alert-info“ el_position=“last“]

Margir þarna úti treysta sér ekki eða illa til að standa í því að skipuleggja eigin ferðir með ofangreindum hætti og að mörgu leyti skiljanlegt. Við aðstoðum mjög fúslega gegn vægu gjaldi sé þess óskað. Ófeimin að hafa samband ef svo er á netfangið fararheill [hjá] fararheill.is

[/vc_message]