Umag er ein af þeim perlum Króatíu sem vel er gætt. Lítill og einfaldur sjávarbær með mökk af mögnuðum sjarma og það segir sitt að ljósmyndarar sérstaklega finna hér ærin skemmtileg verkefni. Eins og raunin er víða í landinu settust Rómverjar hér fyrst að og stunduðu héðan verslun og um tíma tilheyrði Umag Feneyjum.

Götur og torg hér eru öll í rómverskum stíl. Þröngt á þingi en mörgum finnst það afskaplega heillandi og að auki er friður hér mikill og  umferðarniður og mengun óþekkt fyrirbæri.

Hér sinna sjómenn enn vinnu sinni við höfnina en á undanförnum árum hafa erlendar hótelkeðjur uppgötvað staðinn og smátt og smátt er sjómennskan að víkja fyrir ferðamennsku. Velmegandi Króatar sjálfir sækja töluvert hingað.

  • Gamla kirkjan
  • Gamli bærinn og höfnin

View Larger Map