Tíðindi

Skotárásir í Acapulco

  14/03/2010maí 17th, 2014No Comments

Fyrir 20 árum síðan var vart til heitari áfangastaður ferðamanna en Acapulco á Kyrrahafsströnd Mexíkó. Allir sem eitthvað voru fóru þangað í hrönnum og hið ljúfa líf þótti hvergi betra né ódýrara. Þar gat meðalplebbinn rekist á stærstu stjörnur Hollywood á götu úti og verðlag í Mexíkó þá var sexfalt ódýrara en í Bandaríkjunum.

Síðan hefur Acapulco orðið dýrari og dýrari og þó enn sé hann vinsæll hefur staðurinn látið á sjá og mun fleiri sækja nú til staða á Yukatan skaganum en til Acapulco. Þá eru Hollywood stjörnurnar horfnar og nú eru líkur á að aðrir ferðamenn geri það líka. Það helgast af fregnum af því að hið hryllilega eiturlyfjastríð heimamanna er komið til Acapulco.

Segir Los Angeles Times frá því að einir 11 hafi verið drepnir þar um helgina og aðrir særst í skotárásum fíkniefnagengja í borginni en það eru mannskæðustu átök í Acapulco nokkru sinni. Þykir víst að þetta sér dropinn sem fylli mæli þeirra sem enn sækja þangað en alllangt er síðan utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna varaði ferðamenn við ferðum til Mexíkó.