Þó heimurinn sé alltaf að minnka og verða einsleitari hvar sem stigið er niður fæti er enn, sem betur fer, töluverður munur á menningu og borgum heims.

Muninum á París og New York gerð skil með skemmtilegum grafískum hætti

Muninum á París og New York gerð skil með skemmtilegum grafískum hætti

Eitt grafískt myndband sem sýnir þetta allvel hefur vakið athygli á alnetinu að undanförnu. Þar er París annars vegar og New York hins vegar gerð skil með fjörlegum hætti og geta þeir sem ekki hafa komið til þessara borga strax áttað sig á hver munurinn er á þessum tveimur vinsælu borgum.

Grafíkin er úr smiðju listamannsins Vahrma Muratyan sem hefur gefið út sérstaka bók með þessu sama þema en honum er nokkuð í mun að varðveita sérkenni borga og þjóða nú þegar hver borgin af fætur annarri um alla veröld verður einsleitari og einsleitari með hverjum deginum.