Næsta sólarhringinn eða svo býður Wow Air áhugasömum að fljúga aðra leiðina til London eða Kaupmannahafnar frá apríl og fram í júní fyrir 10.895 krónur. Það er skrambi fínt verð.

London eða Köben fyrir rétt rúmar tuttugu þúsund krónur án farangurs.

London eða Köben fyrir rétt rúmar tuttugu þúsund krónur án farangurs.

Um þrjú þúsund sæti eru sögð í boði og tilboðið í gildi fram á þriðjudagsmorgunn og ráð að bóka sem fyrst.

Maímánuður er líklega besti mánuðurinn til að njóta beggja borga. Hitastig orðið ljúft, grasið grænt og enn tími til stefnu áður en allt fyllist af ferðafólki.

Fyrir utan tilboðsverð til þessara staða undanfarnar vikur er þetta gróflega sparnaður um fimm til átta þúsund krónur frá venjulegu verði og því tíu til fimmtán þúsund báðar leiðir. Hægt að gera verri hluti en það.

Svo er ekki vitlaust að spara stórar upphæðir á gistingu líka með því að brúka bestu hótelleitarvél heims hér að neðan.