Skip to main content

Þeir eru fáir sem ósnortnir verða af heimsókn í þær útrýmingarbúðir Þjóðverja sem enn standa en frægust þeirra er vitaskuld Auschwitz í Póllandi. Þar hafa hlutirnir verið varðveittir afskaplega vel eins og bloggarinn Gunnar Th. Gunnarsson komst að raun um þar á ferð fyrir nokkrum árum.

Einhverjar hryllilegustu byggingar heims eru þær sem enn standa í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi. Mynd Auschwitz.org

Einhverjar hryllilegustu byggingar heims eru þær sem enn standa í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi. Mynd Auschwitz.org

Þeim tilfinningum er bærast í brjósti við göngutúr um svæðið er erfitt að lýsa og gildir sama um Birkenau sem ber einnig nafnið Auschwitz II og er skammt frá. Lýsir Gunnar sínum tilfinningum ágætlega í pistli um ferð sína.

Það var mjög sérstök tilfinning að standa fyrir framan þetta ógnvekjandi hlið. Arbeit Macht Frei; Vinnan gerir ykkur frjáls. Þetta voru fyrstu búðirnar í Auschwitz, af þremur. Hve oft hefur maður ekki séð þetta á mynd, en að standa þarna í eigin persónu gerði mann andaktugan.

En Gunnar gerir meira en rita um upplifun sína og meðreiðarsveina sinna. Hann tekur listafínar myndir sem prýða pistil hans sem mjög er þess virði að skoða og ritstjórn Fararheill mælir með. Við mælum líka með heimsókn og sérstaklega nú þegar komist er til næstu borgar við búðirnar, Kraká, í beinu flugi frá Íslandi.

Blogg Gunnars hér. Umfjöllun Fararheill hér. Allt um borgina Kraká hér.