Þetta hljómar vissulega lygilega: tuttugu þúsund krónur aðra leiðina alla leið á vesturströnd Bandaríkjanna. Satt er það samt. Jafn satt og það kostar 7.500 krónur að fljúga til Algarve í Portúgal.

San Francisco fyrir 20 kall nú eða bara gamla góða Algarve fyrir 7.500 krónur. Skjáskot

San Francisco fyrir 20 kall nú eða bara gamla góða Algarve fyrir 7.500 krónur. Skjáskot

En til að grípa þá ákveðnu gæs þarf að koma sér til Noregs og Osló nánar tiltekið en þaðan er lággjaldaflugfélagið Norwegian að bjóða flug aðra leiðina til San Francisco alla leið niður í rúmar 20 þúsund krónur miðað við gengi dagsins.

Það kostar okkur auðvitað meiri peninga og þó ekki svo ýkja mikið. Auðvelt er að finna fargjöld milli Keflavíkur og Osló niður í tíu til tólf þúsund krónur aðra leiðina enda heilir þrír aðilar að berjast um hituna á þeirri flugleið. Þar á meðal Norwegian sjálft auk SAS og Icelandair.

Tuttugu þúsund króna fargjaldið aðra leiðina er hluti af því sem í boði er á nýárssölu Norwegian sem einmitt er í gangi núna og verður áfram til 19. janúar.

Og svona ef þú kýlir á tilboð og þarft ódýra gistingu nótt eða svo er kjörið að leita á heimsins bestu hótelbókunarvél hér fyrir neðan 🙂