Ekkert leiðinlegt að setjast niður við jólasteikina hér heima sólbrún og sælleg án þess að maka sig brúnkukremum eða hanga daglega í ljósabekk. Ekki miður heldur ef það er hægt án þess að kosta til þess allri jólauppbótinni.

Glampandi sól á Tenerife um jólin sem aðra daga. Mynd Visit Tenerife

Glampandi sól á Tenerife um jólin sem aðra daga. Mynd Visit Tenerife

Ferðaskrifstofan Heimsferðir er þessa stundina að henda út vel safaríkum ferðum til Tenerife fyrir jólin á mjög vænum afslætti. Um er að ræða ferðir frá 30. nóvember í allt að 21 dag sem þýðir að heimkoma er passlega í tæka tíð til að setja jólasteikina í ofninn.

Auðvitað ekki allra að gefa frat í vinnu í tæpar þrjár vikur með litlum fyrirvara en þeir sem það geta njóta sólar á Kanaríeyjum allt niður í  90 þúsund krónur á kjaft miðað við tvo saman á tveggja stjörnu hóteli. Það sallafínt verð því jafnvel þó hótelið sé ekki upp á marga fiska kostar það manninn vart undir 50 til 60 þúsund krónum að fljúga fram og aftur. Með það í huga kostar gistingin nada eins og Spánverjinn myndi segja.

Meira hér.