Nýlegt fyrirbæri á vefnum sem kallast öðru hvoru Freisting.is eða Veitingageirinn.is birtir fregn þess efnis að fólk á ferð um Kastrup flugvöll geti nú fengið sér „Michelin stjörnumat“ meðan beðið er brottfarar. Það er bull út í eitt.

Það var nefninlega það. Mikil fagmennska í slíkri blaðamennsku.

Það var nefninlega það. Mikil fagmennska í slíkri blaðamennsku.

Jafnvel þó útlit sé fyrir að þessir tveir vefir séu reknir af hagsmunaaðilum eins og sjá má af þeim fjölda heildsölufyrirtækja sem leggja nafn sitt við vefina er samt algjör lágmarkskrafa að þar sé rétt farið með.

Þó þrír kokkar sem hafi starfað eða starfi á veitingastöðum sem hafa fengið hinar eftirsóttu stjörnur Michelin fyrir framúrskarandi mat opni einhverja búllu á Kastrup er ekki þar með sagt að þar sé „stjörnumatur“ í boði. Það er dónaskapur við lesendur sem gætu látið blekkjast að halda slíku fram en ekki síður er með slíku rugli stjörnugjöf Michelin slátrað.

Stjörnugjöf Frakkanna miðast við veitingastaði en ekki kokka per se og hefur gert frá aldaöðli. Kokkar geta ekki fengið Michelin stjörnur enda væri þá hægðarleikur fyrir McDonalds að ráða einn slíkan og auglýsa svo Michelin stjörnumat á öllum sínum stöðum svo dæmi sé tekið.

Tómt bull.