Skip to main content

Nokkuð er um rætt meðal áhugakylfinga á klakanum möguleikinn á svokölluðum langdvalarferðum, longstay, á Spáni en eitt fyrirtæki sem það býður fékk sérdeilis fína umfjöllun nýlega í golftímariti því sem Golfsamband Íslands gefur út.

Ritstjóri Golfs á Íslandi gaf ekki aðeins fleiri síður undir umfjöllun um Nordpoolen heldur og auglýsir fyrirtækið á vef þess. Eðlilegt?

Ritstjóri Golfs á Íslandi gaf ekki aðeins fleiri síður undir umfjöllun um Nordpoolen heldur og auglýsir fyrirtækið á vef þess. Eðlilegt?

Í umræddri grein, sem var vægast sagt mjög jákvæð í garð fyrirtækisins Nordpoolen, kom ekki fram að höfundar hennar hefðu dvalið þar í boði fyrirtækisins. Ekki nóg með það heldur er það sjálfur ritstjóri golftímaritsins sem útbúið hefur allar myndbandskynningar á fyrirtækinu og áfangastaðnum á íslenskum vef Nordpoolen. Allt saman mjög eðlilegt hjá opinberu tímariti golfsambands Íslands.

Svo virðist sem sanngirni sé lítt fyrir að fara hjá ritstjóra Golfs á Íslandi því eðlilegt væri, ef umfjöllun um Nordpoolen var ekki keypt eða kostuð, að fjalla líka um aðra áfangastaði í boði í langdvöl á þessum sömu slóðum. Nú eða dekka líka með tveggja síðna opnu ýmsa þá ágætu golfpakka sem innlendar ferðaskrifstofur eru að bjóða á svipuðum slóðum.

Að þessu sögðu vakti það athygli okkar hjá Fararheill hversu mjög þetta hefur vakið athygli því slíkar langdvalarferðir eru ekki nýjar af nálinni. Þær eru reyndar fyrst og fremst vinsælar hjá Svíum einhverra hluta vegna en fjarri því einskorðað við þann hóp fólks.

Langdvöl á við um lengri dvalartíma en jafnan er raunin. Oft, en ekki alltaf er boðið upp á slíkt við golfvelli og þar Spánn fremst í flokki enda eiga þarlendir í töluverðum vandræðum með að fá fólk á þá hundruði valla sem þar voru byggðir á bólutímanum og dýrt er að reka.

Hér, eins og í öðru, er vænlegast að gera verðsamanburð en hér listum við sex ferðaþjónustuaðila sem bjóða langdvöl á Spáni með golfi eða án í grennd við Alicante. Verðlag er misjafnt og það eru vellir og íbúðir líka. Hafa skal í huga að í einhverjum tilfellum er um flug að ræða líka en eflaust hægt að breyta því ef vilji er til.

>> NORDPOOLEN Staðsetningin er bæði góð og ekki. Góð að því leytinu til að Desert Spring vallarsvæðið er ekki fjarri sjó og afar fínum ströndum við Mojácar. Ekki góð fyrir þær sakir að töluvert langt er að fara en rúmar tvær klukkustundir tekur að aka hingað frá Alicante. Þá er ekkert stutt í skemmtilegar borgir eða svæði ef fólk fær nóg af fullum Íslendingum á barnum eða fær upp í háls af golfiðkun.

>> CAMPOAMOR Vel getur verið að margir þekki þennan völl enda örskammt frá Íslendingabyggðinni í Torrevieja. Hér eru fjórir golfvellir á einu bretti ef svo má segja og hægt að taka inn netta bæjarstemmningu í Torrevieja ef svo ber undir.

>> ALMERIMAR Langdvalarferðir eru í boði hér ekki langt frá Roquetas de Mar sem fjöldi Íslendinga þekkja en þangað hefur verið flogið héðan í skipulagðar ferðir um tíma.

>> OLIVA NOVA Annar staður sem Íslendingar gætu kannast við en minnst ein ferðaskrifstofa hefur boðið kylfingum upp á styttri ferðir til Oliva Nova gegnum tíðina. Hér er líka hægt að dvelja mánuðum saman og allra best að skottúr er til Benídorm eða Valencíu ef sá gállinn er á fólki.

>> LORCA RESORT Annar langdvalarstaður sem ágætt orð fer af og ekki ýkja langt frá Desert Spring vellinum sem Nordpoolen er að bjóða Íslendingum.

>> MAR MENOR Við kunnum ágætlega við þessa staðsetningu. Ekkert hræðilega langt frá flugvellinum og ósköp þægilegt að kíkja til Cartagena eða busla í flæðarmáli La Manga.


View Longstay golfhótel á Spáni in a larger map