Örskammt frá suðvestasta punkti Evrópu, St. Vincent höfða, sem fyrir öldum síðan markaði endimörk jarðar í hugum fræðinga þess tíma gerðu það að verkum að Sagres og nágrenni þótti afar helgur staður.

Sagres er enn helgur staður en þá helst í hugum brimbrettakappa sem þykir hvergi betra að svífa á evrópskum öldum en hér þar sem Atlantshafið blæs straumum inn á Miðjarðarhaf. Sjórinn hér er því oftast frábæralega úfinn frá þeirra sjónarhóli í viðbót við að vera tiltölulega hlýr og mildur.

Einhverra hluta vegna eru hér einhverjar bestu óspilltu strendur Portúgal sem kemur mjög á óvart enda verður fót vart niður komið á öðrum ströndum Algarve-héraðs án þess að rekast á ferðamenn og nýtísku hótel. Að hluta til að það vegna þess að það blæs duglegar í Sagres en annars staðar en einnig vegna þess að þeir sem vita af þeim 20 óspjölluðu ströndum á svæðinu fara nokkuð leynt með þá vitneskju sína.

Bærinn sjálfur fer ekki í bækur fyrir margt. Hann er lítill og viðkunnarlegur enda tiltölulega nýr þar sem gamli bærinn hrundi nánast allur í jarðskjálftanum mikla sem reið yfir þennan hluta Portúgal árið 1755. Bari og veitingastaði má þar finna en einnig fiskimenn sem raunverulega starfa þar en eru ekki meira til sýnis fyrir ferðamenn.

View Larger Map