Þú mátt leita nokkurn veginn endalaust að heppilegum golfferðum til Spánar með innlendum aðilum þetta sumarið. Reyndar máttu leita endalaust að nokkurri einustu golfferð. Það þýðir þó ekki að þú komist ekki með góðu móti í gott sólríkt golf.

Alveg ljómandi umgjörð um gott golf. Mynd Barcelo
Við vorum beðin um að verða litlum hópi úti um þægilega golfferð í júní, júlí eða ágúst en rekist er mikið til á vegg hjá innlendum ferðaskrifstofum varðandi slíkar ferðir suður á bóginn yfir sumartímann. Sérstakar golfferðir Úrval Útsýn, Vita og Heimsferða leggjast af í byrjun maí ef marka má vef beggja aðila þegar þetta er skrifað.
Það kann að vera að eftirspurn sé lítil yfir hásumarið þegar færi gefst að spila hér heima vandræðalítið en það væri nú samt góð þjónusta að bjóða eins og eina slíka ferð fyrir þá sem kjósa sumarhita á Spáni framyfir sumarhita á Íslandi.
Að því sögðu langaði okkur að benda þeim á sem vilja hafa þann háttinn á og komast á fyrsta flokks velli í hundrað prósent sólskini að það eru ýmsar góðar leiðir til þess arna. Við kíktum á vef Primera Air sem flýgur beint héðan til Malaga í Andalúsíu á Spáni í sumar. Þar finnast flugferðir fram og aftur flesta sumarmánuðina kringum þetta 70 til 90 þúsund á mann. Sem er okurverð fyrir flug en það er ekki eins og mikið annað sé í boði nema millilenda.
Að því gefnu að við kaupum flugið til Malaga á 80 þúsund krónur vaknar spurningin hvernig sé best að komast í gott golf án of mikillar fyrirhafnar. Við gætum þjösnast sjálf gegnum hótel og golfvelli á svæðinu og leitað að tilboðum eða kostakjörum.
Eða við gætum nýtt okkur þá fjölmörgu aðila sem sérhæfa sig í pakkagolfferðum á svæðinu. Þeir kosta aðeins extra en á móti kemur að við rúllum beint á hótel, byrjum að spila á nokkrum mínútum og njótum jafnvel afsláttarkjara þrátt fyrir allt.
Einn ágætur aðili sem við höfum reynslu af er fyrirtækið GolfinSpain. Þar allnokkur sumartilboð í gangi og í flestum tilfellum gott hótel og ótakmarkað golf í vikustund. Við gætum til dæmis bókað sjö nætur með golfi á fimm stjörnu Barcelo Montecasillo í Jerez héraði en hótelið er meira kastali en hótelbygging og magnað útsýni fylgir með. Vikupakki á tilteknum dagsetningum í sumar fæst allt niður í 56 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman. Golf plús súpergott hótel með morgunverði því alls kringum 110 þúsund á par eða hjón.
Plúsum það við flugið og við höfum nælt okkur í ágæta golfferð þar sem bið eftir teig er engin og hætta á rigningu kringum núll prósent fyrir um 300 þúsund krónur til eða frá. Jafnvel þó einhver aukakostnaður detti inn er þetta samt kjarakaup ef þú spyrð okkur. Kíktu á þetta hér.