Skip to main content

Það eru engar nýjar fréttir að vel er komist áfram í veröldinni með frekju og yfirgangi og líkast til fjölmargir milljarðamæringar sem eiga slíkt að þakka velgengnina.

Ákveðni eða yfirgangur?

Ákveðni eða yfirgangur?

Okkur varð hugsað til þessa í Leifsstöð fyrr í vikunni þegar þessi samskipti milli flugvallarstarfsmanns og farþega vitnuðust af allnokkrum.

Starfsmaður: „Fyrirgefðu, en þessi taska er of þung miðað við reglur um handfarangur. Slíkur farangur má ekki vera þyngri en tíu kíló. Þú verður annaðhvort að létta hana eða borga fyrir yfirvigt.“

Farþegi:  „Þessi taska er tíu kíló.„

Starfsmaður: „Því miður er hún of þung samkvæmt reglum. Það kostar aukagjald.“

Farþegi: „Hún er tíu kíló.“

Starfsmaður: „Reglurnar eru skýrar um þetta. Því miður.“

Farþeginn án þess að blikka auga: „Taskan er tíu kíló.“

Starfsmaður eftir augnabliks hik: „Gjörðu svo vel. Hér er farmiðinn. Góða ferð.“