Ekki allir ferðamannastaðir hafa fyrir því að útbúa fínan og flottan bækling um siði og venjur á staðnum og hvernig best sé fyrir ferðafólk að haga sér. En yfirvöld á hinum vinsæla skíðaáfangastað Zell am See telja slíkan bækling hinn eðlilegasta hlut.
Bæklingurinn sá var ekki fyrr kominn út en kvartanir tóku að berast að því er þarlendir fjölmiðlar greina frá. Ekki skrýtið enda upplýsingarnar vægast sagt undarlegar og ásakanir um rasisma komu upp á yfirborðið.
Hvað fór svo fyrir brjóst fólks?
Til dæmis sú afstaða að ekki væri sniðugt fyrir konur frá Mið-Austurlöndum að ganga um bæinn með blæju eða gúrku. Slíkt væri ekki eðlilegt í þorpinu. Sömuleiðis sé eðlilegt fyrir ferðafólk að tileinka sér strax hinn austurríska hugsunarhátt og brosa í hvert sinn sem ókunnir hittast. Það sé hin eðlilega leið að kynnast og mynda traust og þannig njóti ferðamenn hins besta hjá bæjarbúum.
Nokkrir gullmolar aðrir varða að það sé illa séð ef fólk borða mat á gólfinu á hótelherbergjum sínum. Þá séu kaupmenn í bænum lítt hrifnir af prútti og best að greiða strax uppsett verð á vörunum. Síðast en ekki síst sé svartur klæðnaður ekki sérlega góð hugmynd því bæjarbúar líta á svart sem sorgarlit.
Ekki leiðinlegt að hafa þetta á hreinu fyrir þá sem hyggja skíða í brekkum hér í vetur.